Innlent

Mengun í Nígeríu mótmælt

Mótmælt Hópurinn lét til sín taka við bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg.mynd/amnesty
Mótmælt Hópurinn lét til sín taka við bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg.mynd/amnesty
Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stóð nýverið fyrir mótmælum við bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg.

Með mótmælunum, eða „hreinsunaraðgerðinni“ eins og ungliðahreyfingin kallaði aðgerðina, var athygli vakin á umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum sem sögð eru hafa hlotist af olíuvinnslu móðurfyrirtækisins Shell á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu.

Ungliðarnir krefjast úrbóta en mótmælin voru þáttur í alþjóðlegri herferð Amnesty. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×