Innlent

Leynd aflétt af stjórnarskjölum

Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon
Aflétt hefur verið reglu sem sett var við samruna þriggja fyrirtækja í Orkuveitu Reykjavíkur um síðustu aldamót og fól í sér að fundargerðir og öll fundargögn stjórnar fyrirtækisins væru bundin trúnaði nema sérstök ákvörðun væri tekin um annað.

„Þessi regla var mjög óvinsæl meðal fjölmiðlamanna, sem kvörtuðu ítrekað yfir því að fá ekki afhentar fundargerðir og önnur fundargögn um ákveðin mál, sem til umfjöllunar voru á vettvangi Orkuveitunnar, þrátt fyrir að um opinberan rekstur og almannahagsmuni væri að ræða,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Magnússyni, fulltrúa Sjálfstæðsflokks í stjórn OR sem fékk tillögu um afnám reglunnar samþykkta með þeirri breytingu að tillagan tekur ekki til samkeppnisstarfsemi fyrirtækisins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×