Innlent

Kanna lagningu sæstrengs

Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir
Ríkisstjórnin hefur samþykkt, að tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur iðnaðar- og fjármálaráðherra, að skipa ráðgjafahóp til að kanna möguleikana á því að leggja sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu.

Í hópnum munu eiga sæti fulltrúar allra þingflokka, aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar helstu hagsmunaaðila. Hópurinn á að skila greinargerð um málið í lok þessa árs. Sérstök verkefnisstjórn, sem skipuð verður fulltrúum stjórnvalda, mun starfa samhliða ráðgjafarhópnum.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×