Innlent

Dregið um 500 mílur til hafnar

Varðskipsmenn skutu línu til norska skipsins og tóku það í tog.
Varðskipsmenn skutu línu til norska skipsins og tóku það í tog. Mynd/Landhelgisgæsla Íslands
Varðskipið Ægir tók norska línuskipið Torita í tog um klukkan 4 í gærmorgun. Skipið óskaði eftir aðstoð á miðvikudag, þegar það var statt um 500 sjómílur suðvestur af Garðskaga.

Skipið var á mörkum íslensku og grænlensku leitar- og björgunarsvæðanna þegar hjálparbeiðnin barst. Gangi sigling skipanna eftir áætlun verða þau komin til hafnar á suðvesturhorni landsins á sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags. Torita er 377 tonna línuskip, um 40 metra langt. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×