Ný veröld opnaðist fyrir mér 1. apríl 2012 23:00 Eftir 25 ára dvöl sem hjartalæknir í Bandaríkjunum er óhætt að segja að Helgi Júlíus Óskarsson hafi komið með krafti inn í íslenskt tónlistarlíf. Um það bera þrjár plötur á jafnmörgum árum vitni, en Helgi gaf út sína fyrstu plötu, Sun For A Lifetime, árið 2010 og árið eftir fylgdi breiðskífan Haustlauf. Rólegt og þjóðlagaskotið popp er fyrirferðarmikið á báðum plötunum. Sú nýjasta, reggí-platan Kominn heim sem kom út í janúar síðastliðnum, hefur hlotið fyrirtaks dóma og lagið Stöndum saman, sem Valdimar Guðmundsson syngur, er eitt allra vinsælasta lag landsins það sem af er árinu. Hlusta má á lagið í meðfylgjandi myndbandi. Betri lög á plötunniKoma þessar vinsældir lagsins Stöndum saman þér á óvart? „Já, svo sannarlega. Ég bjóst aldrei við þessari velgengni, en líklega hjálpast margt að við að gera lagið vinsælt. Textinn samræmist ástandinu í þjóðfélaginu, þessum miklu umræðum um kreppuna, hrunið og fleira í þeim dúr. En að mínu mati og margra annarra eru jafnvel enn betri lög á plötunni sem verður svo að koma í ljós hvort falli í kramið hjá fólki. Ég gæti trúað að lögin Þú ert mín og Mig langar til höfðuðu til margra, enda hafa ýmsir nefnt þau sem sín eftirlætislög á plötunni. Titillagið, Kominn heim sem Valdimar Guðmundsson syngur eins og mörg lög á plötunni, er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Vinur minn samdi við það skemmtilegan texta sem er eins konar kveðja til Bandaríkjanna þar sem ég bjó í aldarfjórðung." Afdrifaríkur draumur um KKTónlistarmaðurinn og læknirinn er fæddur árið 1958 og var því kominn yfir fimmtugt þegar fyrsta platan hans kom út, sem verður að teljast býsna óvenjulegt. Hversu lengi hefur hann verið að stússast í tónlist? „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og fyrstu árin bjó ég á Hjarðarhaganum í Vesturbænum. Ég var svo heppinn að búa í sama húsi og Róbert Abraham Ottósson, þáverandi stjórnandi Sinfóníunnar, sem var gyðingur sem flúði til Íslands á stríðsárunum og mjög merkilegur maður. Róbert leyfði mér að glamra á hljóðfærin sín þegar ég var krakki, stærðarinnar flygil og orgel, en þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt að hann hafi leyft mér þetta. Róbert skrifaði líka niður nóturnar við fyrsta lagið sem ég samdi, þegar ég var sjö ára gamall í söngtíma í skólanum. Ég á þessar nótur enn þá og varðveiti vel. Síðar lærði ég á gítar í tvö ár hjá Jóni Páli Bjarnasyni djassgítarleikara. Ég hætti þó að læra á gítar þegar ég var tíu ára en tók hljóðfærið aftur upp í gagnfræðaskóla, en þar lærðist manni fljótt að gítarleikur þótti dálítið „kúl". Þá spilaði ég bara eftir eyranu og þannig hefur það verið síðan. Lengi vel dútlaði ég mér við tónlist fyrst og fremst til að róa mig eftir erfiða daga í námi eða vinnu og samdi ekkert kerfisbundið." Hvernig komu þá plöturnar þrjár til? Fyrir þremur árum datt mér skyndilega í hug að kaupa mér upptökutæki til að auðvelda mér að muna melódíurnar sem eiga til að gleymast ef þær eru ekki skrifaðar niður, og fór að semja lög. Svo breyttust hjá mér aðstæður og vegna heilsubrests var mér ráðlagt að minnka við mig vinnu og álag. Ég hafði unnið eins og brjálæðingur öll þessi ár, en stundum finnst mér eins og margir geri sér ekki grein fyrir því hversu gríðarlegt álag fylgir því að vera læknir. Í Bandaríkjunum þykir eðlilegt að vinna tólf til fjórtán tíma á dag og svo næturvaktir ofan á, svo lítið er um frí. Auk þess hefur maður áhyggjur af erfiðustu tilfellunum þegar maður er kominn heim. Þetta tekur allan þinn tíma og nánast ekkert er eftir. Þess vegna opnaðist í raun fyrir mér ný veröld þegar ég fékk skyndilega frí og félagslíf. Frændi minn, klarinettuleikari, heyrði upptökurnar mínar og hvatti mig til að gefa þær út en ég hélt að hann væri að gera grín að mér. Svo gerðist það eina nóttina að mig dreymdi að ég og KK, sem ég þekkti ekkert persónulega, værum að syngja og spila saman lögin mín. Konan mín, sem er mikil áhugamanneskja um drauma, sagði mér að þetta þýddi hreinlega að ég ætti að tala við KK. Til að byrja með hló ég að henni, en hún spurði mig ítrekað og á endanum sendi ég honum tölvupóst og í kjölfarið disk með upptökunum mínum." Hvernig tók KK í erindið? „Hann var afar hjálplegur, sagði mér að lögin væru vel þess virði að gefa út og hvatti mig til að gera það vel en ekki kasta til höndum. KK kom mér í samband við tónlistarmanninn Svavar Knút Kristinsson, sem er yndislegur maður og frábær tónlistarmaður, og hann tók að sér að vinna með mér fyrstu tvær plöturnar. Það var geysilega jákvæð og skemmtileg reynsla sem gerði mig fárveikan af tónlistarbakeríunni. Þegar ég var við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði hjá Kidda Hjálmi [Guðmundi Kristni Jónssyni] leyfði ég honum og Sigurði Guðmundssyni, en þeir eru meðlimir í Hljómsveitinni Hjálmum, að hlusta á nokkur reggílög sem ég hafði samið. Þeir voru mjög jákvæðir og hvöttu mig til að gera eitthvað með það efni, en sjálfir voru þeir of uppteknir á þessum tíma. Það varð úr að Daði Birgisson hljóðupptökumaður og hljómborðsleikari, sem vann með mér að plötunni Haustlauf, kom mér í samband við Kristin Snæ Agnarsson, fyrrum trommara Hjálma. Kristinn tók við boltanum og fékk til liðs við okkur Ómar Guðjónsson gítarleikara, Inga Björn Ingason á bassa, Daða Birgisson á hljómborð, Ara Braga Kárason trompetleikara, Valdimar Guðmundsson sem syngur mörg laganna og Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna með þessum mönnum. Þeir eru ótrúlega jákvæðir og hvetja mig áfram, auk þess sem þeir eru algerir snillingar." Börnin fluttu fyrst heimEftir að hafa lokið læknanámi við Háskóla Íslands fluttist Helgi til Bandaríkjanna og var þar við nám og störf í 25 ár eins og áður sagði, fyrst í Chicago, svo í miðvestur-fylkjunum Iowa og Nebraska og loks í Norður-Karólínu síðustu tólf árin. Hvað kom til að þið fluttuð heim á ný fyrir einu og hálfu ári? „Það skipti mestu máli að öll börnin okkar þrjú voru flutt til Íslands. Konan mín fór alltaf með börnin á heimaslóðir sínar á fallegum sveitabæ í Skriðdal á Héraði á sumrin og stundum voru börnin hjá móðursystur sinni á Eskifirði. Þetta eru tveir ævintýraheimar sem þau tengdu við Ísland og höfðu alltaf mjög sterkar taugar til landsins. Þegar dóttir mín var átján ára vildi hún prófa að fara í íslenskan menntaskóla í einn vetur og við leyfðum henni það. Ég bjóst kannski við því að íslenska veðráttan og myrkrið myndi slökkva þessa þrá en þvert á móti varð hún enn spenntari og vildi alls ekki fara til Bandaríkjanna aftur. Bræður hennar tveir fylgdu svo í kjölfarið og allt í einu vorum við hjónin orðin tvö ein eftir og barnabörn á leiðinni heima á Íslandi. Þá var ekki annað hægt en að fara heim." Var eitthvað við Ísland sem þú saknaðir frekar en annars? „Ég saknaði náttúrunnar, fólksins og þess að vera til á Íslandi. Náttúran hér er svo falleg og ekki síður aðgengileg og þægileg. Mjög víða er alls ekki hægt að leggjast niður á jörðina án þess að hafa áhyggjur af skordýrum og slöngum, en hér er því ekki að skipta. Hér leggst maður í mosann óhræddur og rólegur. Svo er það gestrisnin. Hér er hægt að líta við í heimsókn hjá vinum hvenær sem er, en það þykir hinn mesti dónaskapur í Bandaríkjunum þar sem helst þarf að láta vita af slíku með mánaðar fyrirvara. Mannlífið er líka miklu dýnamískara hér og menningin á ótrúlega háu plani. Mér finnst tónlistarmenn hér ótrúlega færir miðað við það sem maður sér úti, jafnvel á tónleikum frægra tónlistarmanna. Hér er líka svo algengt að fólk sé að dunda sér við skapandi hluti. Þegar það spurðist út í Bandaríkjunum að ég hefði gefið út plötu þótti það til að mynda stórviðburður, en hér hefur nánast annar hver maður sent frá sér plötu og engin tíðindi í því. Kröfur til tónlistarmanna eru meiri á Íslandi. Hér dytti mönnum aldrei í hug að bjóða upp á ýmislegt sem borið er fram úti. Það var því ansi margt sem dró okkur heim." Allt nema þungarokkHelgi Júlíus er nú þegar langt kominn með upptökur á fjórðu plötu sinni, ásamt sama hópi og vann með honum að reggíplötunni sem kom út í janúar, og áætlar að senda hana frá sér seinni part sumars eða í haust. Í þetta sinn er það blús sem er dagsskipunin. Þú vílar ekki fyrir þér að skipta um tónlistarstefnur milli platna? „Nei, enda er ég ekki að reyna að byggja upp feril sem tónlistarmaður á einu ákveðnu sviði. Þegar ég sem lög er það oftast sálarástandið sem ræður hvað úr verður. Ég á meira að segja rokklög, fönklög, djass, suðurameríska tónlist, sveitatónlist og mikið af þjóðlagapoppi á lager. Ég ólst upp í Bítlaæðinu og sú hljómsveit er enn í miklu uppáhaldi, enda varla annað hægt. Ég man að Róbert Abraham, stjórnandi Sinfóníunnar sem leyfði mér að glamra á hljóðfærin sín sem barn, var klassískur tónlistarmaður en kunni þó að meta Bítlalögin á sínum tíma. Stevie Wonder er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og einnig Ray Charles og Michael Jackson. Í raun hef ég gaman af allri tónlist nema kannski helst þyngsta þungarokkinu. Það er athyglisverð tónlist á margan hátt, tæknilega erfið og mikil áskorun fyrir hljóðfæraleikara, en ég set aldrei þungarokksplötu á fóninn og hlusta með lokuð augun." Hefurðu leitt hugann að sókn á erlend mið? „Nei, alls ekki, enda er ég enginn tónlistarflytjandi. Ég get glamrað nægilega vel til að semja lög en snerti nánast ekki hljóðfæri á plötunum mínum, finnst mun betra að fá fagmenn í það. Ef þú ferð með bílinn þinn á verkstæði viltu að færasti bifvélavirkinn geri við hann. Á sjúkrahúsi viltu að færasti sérfræðingurinn sjái um þig en ekki lærlingurinn. Á sama hátt þykir mér svo vænt um lögin mín að ég vil að þeim séu gerð góð skil á plötunum. Til þess þarf besta fólkið. Eina aðkoma mín að erlendum tónlistarmarkaði væri hugsanlega að semja lag fyrir alþjóðastjörnu, en það er bara fjarlægur draumur. Ég hef unnið sem heilsugæslulæknir frá því ég flutti til Íslands, en draumurinn er að komast á það stig að tónlistin borgi sig sjálf. Margir spyrja hvernig ég hafi efni á að gefa þessar plötur út. Það er eðlileg spurning, enda kostar það sitt. Ég hef þó mína forgangsröðun á því hvað vert er að eyða peningum í. Ég keyri til dæmis um á sautján ára gömlum bíl. Ég kýs frekar að borga fyrir plötuútgáfu en nýjan Mercedes Benz. Það skilur meira eftir sig í lífi mínu en flottur kaggi." Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Eftir 25 ára dvöl sem hjartalæknir í Bandaríkjunum er óhætt að segja að Helgi Júlíus Óskarsson hafi komið með krafti inn í íslenskt tónlistarlíf. Um það bera þrjár plötur á jafnmörgum árum vitni, en Helgi gaf út sína fyrstu plötu, Sun For A Lifetime, árið 2010 og árið eftir fylgdi breiðskífan Haustlauf. Rólegt og þjóðlagaskotið popp er fyrirferðarmikið á báðum plötunum. Sú nýjasta, reggí-platan Kominn heim sem kom út í janúar síðastliðnum, hefur hlotið fyrirtaks dóma og lagið Stöndum saman, sem Valdimar Guðmundsson syngur, er eitt allra vinsælasta lag landsins það sem af er árinu. Hlusta má á lagið í meðfylgjandi myndbandi. Betri lög á plötunniKoma þessar vinsældir lagsins Stöndum saman þér á óvart? „Já, svo sannarlega. Ég bjóst aldrei við þessari velgengni, en líklega hjálpast margt að við að gera lagið vinsælt. Textinn samræmist ástandinu í þjóðfélaginu, þessum miklu umræðum um kreppuna, hrunið og fleira í þeim dúr. En að mínu mati og margra annarra eru jafnvel enn betri lög á plötunni sem verður svo að koma í ljós hvort falli í kramið hjá fólki. Ég gæti trúað að lögin Þú ert mín og Mig langar til höfðuðu til margra, enda hafa ýmsir nefnt þau sem sín eftirlætislög á plötunni. Titillagið, Kominn heim sem Valdimar Guðmundsson syngur eins og mörg lög á plötunni, er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Vinur minn samdi við það skemmtilegan texta sem er eins konar kveðja til Bandaríkjanna þar sem ég bjó í aldarfjórðung." Afdrifaríkur draumur um KKTónlistarmaðurinn og læknirinn er fæddur árið 1958 og var því kominn yfir fimmtugt þegar fyrsta platan hans kom út, sem verður að teljast býsna óvenjulegt. Hversu lengi hefur hann verið að stússast í tónlist? „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og fyrstu árin bjó ég á Hjarðarhaganum í Vesturbænum. Ég var svo heppinn að búa í sama húsi og Róbert Abraham Ottósson, þáverandi stjórnandi Sinfóníunnar, sem var gyðingur sem flúði til Íslands á stríðsárunum og mjög merkilegur maður. Róbert leyfði mér að glamra á hljóðfærin sín þegar ég var krakki, stærðarinnar flygil og orgel, en þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt að hann hafi leyft mér þetta. Róbert skrifaði líka niður nóturnar við fyrsta lagið sem ég samdi, þegar ég var sjö ára gamall í söngtíma í skólanum. Ég á þessar nótur enn þá og varðveiti vel. Síðar lærði ég á gítar í tvö ár hjá Jóni Páli Bjarnasyni djassgítarleikara. Ég hætti þó að læra á gítar þegar ég var tíu ára en tók hljóðfærið aftur upp í gagnfræðaskóla, en þar lærðist manni fljótt að gítarleikur þótti dálítið „kúl". Þá spilaði ég bara eftir eyranu og þannig hefur það verið síðan. Lengi vel dútlaði ég mér við tónlist fyrst og fremst til að róa mig eftir erfiða daga í námi eða vinnu og samdi ekkert kerfisbundið." Hvernig komu þá plöturnar þrjár til? Fyrir þremur árum datt mér skyndilega í hug að kaupa mér upptökutæki til að auðvelda mér að muna melódíurnar sem eiga til að gleymast ef þær eru ekki skrifaðar niður, og fór að semja lög. Svo breyttust hjá mér aðstæður og vegna heilsubrests var mér ráðlagt að minnka við mig vinnu og álag. Ég hafði unnið eins og brjálæðingur öll þessi ár, en stundum finnst mér eins og margir geri sér ekki grein fyrir því hversu gríðarlegt álag fylgir því að vera læknir. Í Bandaríkjunum þykir eðlilegt að vinna tólf til fjórtán tíma á dag og svo næturvaktir ofan á, svo lítið er um frí. Auk þess hefur maður áhyggjur af erfiðustu tilfellunum þegar maður er kominn heim. Þetta tekur allan þinn tíma og nánast ekkert er eftir. Þess vegna opnaðist í raun fyrir mér ný veröld þegar ég fékk skyndilega frí og félagslíf. Frændi minn, klarinettuleikari, heyrði upptökurnar mínar og hvatti mig til að gefa þær út en ég hélt að hann væri að gera grín að mér. Svo gerðist það eina nóttina að mig dreymdi að ég og KK, sem ég þekkti ekkert persónulega, værum að syngja og spila saman lögin mín. Konan mín, sem er mikil áhugamanneskja um drauma, sagði mér að þetta þýddi hreinlega að ég ætti að tala við KK. Til að byrja með hló ég að henni, en hún spurði mig ítrekað og á endanum sendi ég honum tölvupóst og í kjölfarið disk með upptökunum mínum." Hvernig tók KK í erindið? „Hann var afar hjálplegur, sagði mér að lögin væru vel þess virði að gefa út og hvatti mig til að gera það vel en ekki kasta til höndum. KK kom mér í samband við tónlistarmanninn Svavar Knút Kristinsson, sem er yndislegur maður og frábær tónlistarmaður, og hann tók að sér að vinna með mér fyrstu tvær plöturnar. Það var geysilega jákvæð og skemmtileg reynsla sem gerði mig fárveikan af tónlistarbakeríunni. Þegar ég var við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði hjá Kidda Hjálmi [Guðmundi Kristni Jónssyni] leyfði ég honum og Sigurði Guðmundssyni, en þeir eru meðlimir í Hljómsveitinni Hjálmum, að hlusta á nokkur reggílög sem ég hafði samið. Þeir voru mjög jákvæðir og hvöttu mig til að gera eitthvað með það efni, en sjálfir voru þeir of uppteknir á þessum tíma. Það varð úr að Daði Birgisson hljóðupptökumaður og hljómborðsleikari, sem vann með mér að plötunni Haustlauf, kom mér í samband við Kristin Snæ Agnarsson, fyrrum trommara Hjálma. Kristinn tók við boltanum og fékk til liðs við okkur Ómar Guðjónsson gítarleikara, Inga Björn Ingason á bassa, Daða Birgisson á hljómborð, Ara Braga Kárason trompetleikara, Valdimar Guðmundsson sem syngur mörg laganna og Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna með þessum mönnum. Þeir eru ótrúlega jákvæðir og hvetja mig áfram, auk þess sem þeir eru algerir snillingar." Börnin fluttu fyrst heimEftir að hafa lokið læknanámi við Háskóla Íslands fluttist Helgi til Bandaríkjanna og var þar við nám og störf í 25 ár eins og áður sagði, fyrst í Chicago, svo í miðvestur-fylkjunum Iowa og Nebraska og loks í Norður-Karólínu síðustu tólf árin. Hvað kom til að þið fluttuð heim á ný fyrir einu og hálfu ári? „Það skipti mestu máli að öll börnin okkar þrjú voru flutt til Íslands. Konan mín fór alltaf með börnin á heimaslóðir sínar á fallegum sveitabæ í Skriðdal á Héraði á sumrin og stundum voru börnin hjá móðursystur sinni á Eskifirði. Þetta eru tveir ævintýraheimar sem þau tengdu við Ísland og höfðu alltaf mjög sterkar taugar til landsins. Þegar dóttir mín var átján ára vildi hún prófa að fara í íslenskan menntaskóla í einn vetur og við leyfðum henni það. Ég bjóst kannski við því að íslenska veðráttan og myrkrið myndi slökkva þessa þrá en þvert á móti varð hún enn spenntari og vildi alls ekki fara til Bandaríkjanna aftur. Bræður hennar tveir fylgdu svo í kjölfarið og allt í einu vorum við hjónin orðin tvö ein eftir og barnabörn á leiðinni heima á Íslandi. Þá var ekki annað hægt en að fara heim." Var eitthvað við Ísland sem þú saknaðir frekar en annars? „Ég saknaði náttúrunnar, fólksins og þess að vera til á Íslandi. Náttúran hér er svo falleg og ekki síður aðgengileg og þægileg. Mjög víða er alls ekki hægt að leggjast niður á jörðina án þess að hafa áhyggjur af skordýrum og slöngum, en hér er því ekki að skipta. Hér leggst maður í mosann óhræddur og rólegur. Svo er það gestrisnin. Hér er hægt að líta við í heimsókn hjá vinum hvenær sem er, en það þykir hinn mesti dónaskapur í Bandaríkjunum þar sem helst þarf að láta vita af slíku með mánaðar fyrirvara. Mannlífið er líka miklu dýnamískara hér og menningin á ótrúlega háu plani. Mér finnst tónlistarmenn hér ótrúlega færir miðað við það sem maður sér úti, jafnvel á tónleikum frægra tónlistarmanna. Hér er líka svo algengt að fólk sé að dunda sér við skapandi hluti. Þegar það spurðist út í Bandaríkjunum að ég hefði gefið út plötu þótti það til að mynda stórviðburður, en hér hefur nánast annar hver maður sent frá sér plötu og engin tíðindi í því. Kröfur til tónlistarmanna eru meiri á Íslandi. Hér dytti mönnum aldrei í hug að bjóða upp á ýmislegt sem borið er fram úti. Það var því ansi margt sem dró okkur heim." Allt nema þungarokkHelgi Júlíus er nú þegar langt kominn með upptökur á fjórðu plötu sinni, ásamt sama hópi og vann með honum að reggíplötunni sem kom út í janúar, og áætlar að senda hana frá sér seinni part sumars eða í haust. Í þetta sinn er það blús sem er dagsskipunin. Þú vílar ekki fyrir þér að skipta um tónlistarstefnur milli platna? „Nei, enda er ég ekki að reyna að byggja upp feril sem tónlistarmaður á einu ákveðnu sviði. Þegar ég sem lög er það oftast sálarástandið sem ræður hvað úr verður. Ég á meira að segja rokklög, fönklög, djass, suðurameríska tónlist, sveitatónlist og mikið af þjóðlagapoppi á lager. Ég ólst upp í Bítlaæðinu og sú hljómsveit er enn í miklu uppáhaldi, enda varla annað hægt. Ég man að Róbert Abraham, stjórnandi Sinfóníunnar sem leyfði mér að glamra á hljóðfærin sín sem barn, var klassískur tónlistarmaður en kunni þó að meta Bítlalögin á sínum tíma. Stevie Wonder er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og einnig Ray Charles og Michael Jackson. Í raun hef ég gaman af allri tónlist nema kannski helst þyngsta þungarokkinu. Það er athyglisverð tónlist á margan hátt, tæknilega erfið og mikil áskorun fyrir hljóðfæraleikara, en ég set aldrei þungarokksplötu á fóninn og hlusta með lokuð augun." Hefurðu leitt hugann að sókn á erlend mið? „Nei, alls ekki, enda er ég enginn tónlistarflytjandi. Ég get glamrað nægilega vel til að semja lög en snerti nánast ekki hljóðfæri á plötunum mínum, finnst mun betra að fá fagmenn í það. Ef þú ferð með bílinn þinn á verkstæði viltu að færasti bifvélavirkinn geri við hann. Á sjúkrahúsi viltu að færasti sérfræðingurinn sjái um þig en ekki lærlingurinn. Á sama hátt þykir mér svo vænt um lögin mín að ég vil að þeim séu gerð góð skil á plötunum. Til þess þarf besta fólkið. Eina aðkoma mín að erlendum tónlistarmarkaði væri hugsanlega að semja lag fyrir alþjóðastjörnu, en það er bara fjarlægur draumur. Ég hef unnið sem heilsugæslulæknir frá því ég flutti til Íslands, en draumurinn er að komast á það stig að tónlistin borgi sig sjálf. Margir spyrja hvernig ég hafi efni á að gefa þessar plötur út. Það er eðlileg spurning, enda kostar það sitt. Ég hef þó mína forgangsröðun á því hvað vert er að eyða peningum í. Ég keyri til dæmis um á sautján ára gömlum bíl. Ég kýs frekar að borga fyrir plötuútgáfu en nýjan Mercedes Benz. Það skilur meira eftir sig í lífi mínu en flottur kaggi."
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira