Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Heiðar gerir sér grein fyrir því að hann gæti þurft að sitja á bekknum með komu nýrra framherja. Hann ætlar að nýta þau tækifæri sem munu gefast. Nordic Photos / Getty Images „Ég meiddist í náranum á móti Wigan og svo versnaði það í fyrri hálfleik gegn Chelsea. Ég verð því að hvíla aðeins núna," sagði framherjinn Heiðar Helguson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins QPR. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Aston Villa á miðvikudag vegna meiðslanna. Óhætt er að segja að Heiðar sé að meiðast á versta tíma enda félagið nýbúið að kaupa tvo framherja, Djibril Cisse og Bobby Zamora, og svo kom Federico Macheda að láni frá Man. Utd í upphafi janúar. Baráttan um sætin í byrjunarliðinu er því afar hörð. „Þessi meiðsli eru nú ekkert mjög alvarleg og ég reikna með því að vera frá í um hálfan mánuð. Ég á ekki von á því að það verði lengra." Heiðar segir að framherjakaup félagsins hafi ekki komið sér á óvart. „Ég reiknaði með mönnum inn og við þurftum á mönnum að halda. Það er svo einfalt að við urðum að styrkja okkur ef við ætlum að halda okkur uppi. Hvort að staða mín sé eitthvað breytt veit ég ekki. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að þessir menn hafi verið keyptir til þess að sitja á bekknum," sagði Heiðar en hefur hann eitthvað rætt við Mark Hughes, stjóra liðsins um sína stöðu? „Nei, við höfum ekki gert það enn sem komið er. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Ég bíð bara og sé svo hvað gerist í framhaldinu. Ég er líka meiddur sem stendur þannig að hann þarf að skoða aðra möguleika í framlínunni." Ég verð þolinmóðurDalvíkingurinn er nú vanur því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og hann óttast samkeppnina ekkert sérstaklega. „Eins og ég segi reikna ég með því að hann hafi keypt Cisse og Zamora til þess að spila þeim og ef það er raunin þá verð ég bara að vera þolinmóður. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri stöðu. Ég er vanur því og tek þessari stöðu eins og öllu öðru. Ég mun þá bíða eftir tækifærinu og nýta það eins vel og ég get. Svo meiðast menn líka og þá geta hlutirnir breyst fljótt aftur. Það er því engin ástæða til þess að æsa sig neitt." Heiðar segir að Mark Hughes hafi annars komið inn af nokkrum krafti hjá félaginu og honum líst vel á stjórann sem var ekkert ólíkur Heiðari er hann spilaði – ósérhlífinn baráttuþjarkur. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til hans. Hann virkar vel á mig. Ég held að við höfum mjög góðan möguleika á að halda okkur uppi með þetta þjálfarateymi," sagði Heiðar Helguson. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
„Ég meiddist í náranum á móti Wigan og svo versnaði það í fyrri hálfleik gegn Chelsea. Ég verð því að hvíla aðeins núna," sagði framherjinn Heiðar Helguson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins QPR. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Aston Villa á miðvikudag vegna meiðslanna. Óhætt er að segja að Heiðar sé að meiðast á versta tíma enda félagið nýbúið að kaupa tvo framherja, Djibril Cisse og Bobby Zamora, og svo kom Federico Macheda að láni frá Man. Utd í upphafi janúar. Baráttan um sætin í byrjunarliðinu er því afar hörð. „Þessi meiðsli eru nú ekkert mjög alvarleg og ég reikna með því að vera frá í um hálfan mánuð. Ég á ekki von á því að það verði lengra." Heiðar segir að framherjakaup félagsins hafi ekki komið sér á óvart. „Ég reiknaði með mönnum inn og við þurftum á mönnum að halda. Það er svo einfalt að við urðum að styrkja okkur ef við ætlum að halda okkur uppi. Hvort að staða mín sé eitthvað breytt veit ég ekki. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að þessir menn hafi verið keyptir til þess að sitja á bekknum," sagði Heiðar en hefur hann eitthvað rætt við Mark Hughes, stjóra liðsins um sína stöðu? „Nei, við höfum ekki gert það enn sem komið er. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Ég bíð bara og sé svo hvað gerist í framhaldinu. Ég er líka meiddur sem stendur þannig að hann þarf að skoða aðra möguleika í framlínunni." Ég verð þolinmóðurDalvíkingurinn er nú vanur því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og hann óttast samkeppnina ekkert sérstaklega. „Eins og ég segi reikna ég með því að hann hafi keypt Cisse og Zamora til þess að spila þeim og ef það er raunin þá verð ég bara að vera þolinmóður. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri stöðu. Ég er vanur því og tek þessari stöðu eins og öllu öðru. Ég mun þá bíða eftir tækifærinu og nýta það eins vel og ég get. Svo meiðast menn líka og þá geta hlutirnir breyst fljótt aftur. Það er því engin ástæða til þess að æsa sig neitt." Heiðar segir að Mark Hughes hafi annars komið inn af nokkrum krafti hjá félaginu og honum líst vel á stjórann sem var ekkert ólíkur Heiðari er hann spilaði – ósérhlífinn baráttuþjarkur. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til hans. Hann virkar vel á mig. Ég held að við höfum mjög góðan möguleika á að halda okkur uppi með þetta þjálfarateymi," sagði Heiðar Helguson.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira