Dikta á National Geographic 26. janúar 2012 14:00 Heimildarmyndarefni Meðlimir hljómsveitarinnar Diktu koma fram í nýjum heimildarþætti frá sjónvarpsstöðinni National Geographic og nefnist Islands. „Það væri óskandi ef þetta vekur athygli á sveitinni en við höfum ekki orðið varir við neitt slíkt enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Dikta. Sjónvarpsstöðin National Geographic hóf nýverið sýningar á nýrri heimildarþáttaröð er nefnist Islands og fjallar um mannlíf og náttúru ólíkra eyja. Einn þáttanna fjallar um Ísland og var sá sýndur á þriðjudaginn var. Meðal þess sem fjallað var um var íslenskt menningarlíf og tóku þáttarstjórnendur viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar Diktu vegna þessa. Ár er síðan viðtalið var tekið við meðlimi sveitarinnar og kveðst söngvari hennar, Haukur Heiðar Hauksson, ekki muna nákvæmlega hvernig þetta kom til. „Við fengum símtal og vorum beðnir um viðtal en ég veit ekki af hverju við urðum fyrir valinu frekar en aðrir. Þáttarstjórnandinn spurði okkur spurninga á ensku og við áttum fyrst að svara á íslensku en þýða svo svarið yfir á ensku. Við erum ekki sérstaklega vanir löngum sjónvarpsviðtölum, hvað þá á ensku, og manni vafðist stundum tunga um tönn, en þetta var gaman og fólkið hið viðkunnanlegasta," segir Haukur Heiðar. Tökur á þáttaröðinni hófust á Íslandi og voru piltarnir því meðvitaðir um að þátturinn yrði ekki sýndur nærri strax. Þeir fengu þó senda mynddiska með þættinum til áhorfs og sýndu fjölskyldu og nánustu vinum. Viðtalið telst nokkuð veglegt, saga sveitarinnar er meðal annars rakin og piltarnir sjást spila smell sinn Thank You. „Þáttarstjórnandinn hafði samband við okkur eftir á og bað um eldra efni með okkur, ég fann eina gamla mynd og sendi henni. Henni fannst víst merkilegt að þrátt fyrir að við værum orðnir fullorðnir menn með fjölskyldur og menntun værum við enn í sömu hljómsveit og þegar við vorum strákar."- sm Lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
„Það væri óskandi ef þetta vekur athygli á sveitinni en við höfum ekki orðið varir við neitt slíkt enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Dikta. Sjónvarpsstöðin National Geographic hóf nýverið sýningar á nýrri heimildarþáttaröð er nefnist Islands og fjallar um mannlíf og náttúru ólíkra eyja. Einn þáttanna fjallar um Ísland og var sá sýndur á þriðjudaginn var. Meðal þess sem fjallað var um var íslenskt menningarlíf og tóku þáttarstjórnendur viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar Diktu vegna þessa. Ár er síðan viðtalið var tekið við meðlimi sveitarinnar og kveðst söngvari hennar, Haukur Heiðar Hauksson, ekki muna nákvæmlega hvernig þetta kom til. „Við fengum símtal og vorum beðnir um viðtal en ég veit ekki af hverju við urðum fyrir valinu frekar en aðrir. Þáttarstjórnandinn spurði okkur spurninga á ensku og við áttum fyrst að svara á íslensku en þýða svo svarið yfir á ensku. Við erum ekki sérstaklega vanir löngum sjónvarpsviðtölum, hvað þá á ensku, og manni vafðist stundum tunga um tönn, en þetta var gaman og fólkið hið viðkunnanlegasta," segir Haukur Heiðar. Tökur á þáttaröðinni hófust á Íslandi og voru piltarnir því meðvitaðir um að þátturinn yrði ekki sýndur nærri strax. Þeir fengu þó senda mynddiska með þættinum til áhorfs og sýndu fjölskyldu og nánustu vinum. Viðtalið telst nokkuð veglegt, saga sveitarinnar er meðal annars rakin og piltarnir sjást spila smell sinn Thank You. „Þáttarstjórnandinn hafði samband við okkur eftir á og bað um eldra efni með okkur, ég fann eina gamla mynd og sendi henni. Henni fannst víst merkilegt að þrátt fyrir að við værum orðnir fullorðnir menn með fjölskyldur og menntun værum við enn í sömu hljómsveit og þegar við vorum strákar."- sm
Lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira