Lífið

Björn Hlynur leikur Ragnar í Smára í Kill the Poet

Björn Hlynur Haraldsson.
Björn Hlynur Haraldsson. Mynd/Stefán
Undirbúningur fyrir tökur á kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet, er nú á lokametrunum.

Fréttablaðið hefur sagt frá helstu hlutverkaskipan í myndinni; Anita Briem leikur Louisu Matthíasdóttur, Nína Dögg Filippusdóttir leikur Nínu Tryggvadóttur, Nick Stahl leikur Stein Steinarr auk þess sem Gísli Örn Garðarsson verður í leikarahópnum.

Jón Óttar hefur nú landað enn einum Vesturportsleikara í myndina, Birni Hlyni Haraldssyni, og fær hann það hlutverk að leika bókaútgefandann Ragnar í Smára. Verður þetta leikaraval Jóns Óttars að teljast mikill heiður fyrir Björn Hlyn enda er kvikmyndagerðarmaðurinn sonur Ragnars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.