Sport

Úrslitakeppnin að hefjast í ameríska fótboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tim Tebow fær heimaleik gegn Pittsburgh annað kvöld.
Tim Tebow fær heimaleik gegn Pittsburgh annað kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Deildarkeppnin er búin og alvaran byrjar í kvöld. Þá hefst fyrsta umferð úrslitakeppninnar, svokölluð „Wild Card" helgi. Átta lið spila um helgina en fjögur sitja hjá í fyrstu umferð.

Einn áhugaverðasti leikurinn er viðureign Denver og Pittsburgh í Denver. Bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort leikstjórnandi Denver, hinn heittrúaði Tim Tebow, eigi inni eitt kraftaverk í viðbót. Það vinnur með Denver að aðalhlaupari Pittsburgh spilar ekki og svo er leikstjórnandinn, Ben Roethlisberger, meiddur á ökkla en mun samt spila.

Heitasta lið deildarinnar um þessar mundir, New Orleans, mætir Detroit sem koma einna mest liða á óvart í vetur. New Orleans hefur verið að skora afar mikið síðustu vikur og leikstjórnandi þeirra, Drew Brees, sló í vetur metið fyrir flesta kastmetra á einu tímabili.

Spá því margir að New Orleans fari alla leið að þessu sinni.

Úrslitakeppnin og Super Bowl-leikurinn eru sýnd á ESPN America sem má nálgast á fjölvarpi Digital Ísland.



Leikir helgarinnar

Laugardagur:

Houston - Cincinnati

New Orleans - Detroit

Sunnudagur:

NY Giants - Atlanta

Denver - Pittsburgh

Liðin sem sitja hjá:

Green Bay Packers

New England Patroits

Baltimore Ravens

San Francisco 49ers

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×