Lífið

Þurftu að hætta í dagvinnunni

Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason eru hættir í dagvinnunni vegna Live Project. Bendedikt Freyr (lengst til vinstri) ætlar ekki að fara að dæmi þeirra.
fréttablaðið/stefán
Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason eru hættir í dagvinnunni vegna Live Project. Bendedikt Freyr (lengst til vinstri) ætlar ekki að fara að dæmi þeirra. fréttablaðið/stefán
„Við tókum skrefið og ákváðum að hætta í dagvinnunni og fara í þetta á fullu,“ segir Hörður Kristbjörnsson. Hann og félagi hans Daníel Freyr Atlason hafa sagt upp störfum hjá auglýsingafyrirtækinu Jónsson & Lemack"s til að einbeita sér að vefsíðunni Live Project. Þriðji meðlimurinn, Benedikt Freyr Jónsson, ætlar að halda áfram í sinni dagvinnu.

„Þetta var nauðsynlegt skref sem við þurftum að taka til að reyna að koma þessu á þann stað sem við viljum ná þessu, sem er að gera Live Project að samkeppnishæfri vöru úti um allan heim,“ segir Hörður, sem hefur starfað á Jónsson & Lemack"s í þrjú ár. „Þetta er svolítið stökk út í djúpu laugina. En eins og við ákváðum var þetta núna eða aldrei.“

Live Project er rauntíma myndbrota- og ljósmyndasíða þar sem allir geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu. Vefsíðan hefur verið notuð á Hróarskelduhátíðinni, á Popaganda í Svíþjóð og á Airwaves við mjög góðar undirtektir. Á síðastnefndu hátíðinni störfuðu fimmtán manns við síðuna, þar sem meðal annars var boðið upp á karókí á Kex Hostel fyrir gesti og gangandi. Hörður boðar framhald á þeirri hugmynd. „Við byrjuðum með þetta sem tilraun á Airwaves. Núna ætlum við að taka næsta skref og sjá hvort það er hægt að gera eitthvað almennilegt úr þessu karókí.“

Hörður hét því síðast þegar Fréttablaðið ræddi við hann að kaupa Benz handa Daníel ef vefsíðan myndi slá í gegn. „Ég er búinn að vera að skoða nýjustu týpurnar. Þetta gæti allt farið að gerast,“ segir hann léttur. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.