Bogomil Font gerist framkvæmdastjóri ÚTÓN 6. janúar 2012 10:00 Sigtryggur Baldursson tekur við starfi framkvæmdastjóra ÚTÓN 1. febrúar næstkomandi. fréttablaðið/arnþór „Ég geri mitt besta í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson sem tekur 1. febrúar við starfi framkvæmdastjóra Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Fréttablaðið greindi frá því fyrir áramót að þetta væri í bígerð og í gærmorgun gekk stjórn ÚTÓN frá ráðningunni. „Það góða við þetta er að ég er að ganga inn í mjög gott batterí sem er mjög vel skipulagt og virkar vel. Það finnst mér skemmtilegast við þetta. Þetta gerir mikið gagn og vonandi kemur þetta til með að gera ennþá meira gagn í náinni framtíð,“ segir Sigtryggur, sem er ráðinn tímbundið til hálfs árs. Eftir það verður tekin ákvörðun með framhaldið. Aðspurður hvort þetta verði ekki þægilegt skrifstofustarf segir Sigtryggur, sem er einnig þekktur sem Bogomil Font, að sú sé ekki raunin nema að litlu leyti. „Þetta er auðvitað skrifstofustarf en gengur líka út á upplýsingamiðlun og -öflun. Þetta gengur að stórum hluta út á að tala við fólk og ég er fínn í því.“ Sigtryggur er enn einn Sykurmolinn sem festir rætur, ef svo má segja, í góðri skrifstofuvinnu. Síðast gerðist Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi. „Það má segja að Bragi [Ólafsson] hafi verið duglegastur. Hann gerðist rithöfundur strax en við erum að þroskast upp í að taka því aðeins rólegra. Eins og góð kona sagði við mig: „Sumir eru bara svona seinþroska“,“ segir Sigtryggur og hlær. Samhliða vinnu sinni hjá ÚTÓN heldur Sigtryggur áfram starfi sínu við Hljómskálann í Sjónvarpinu. Vinna við fimm nýja þætti er hafin, auk þess sem trymbillinn verður spyrill í forkeppni Eurovision-keppninnar þar sem hann ræðir við lagahöfunda. Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir núna skilið við ÚTÓN eftir fimm ára starf. „Þetta er búinn að vera frábær tími. Þetta er eiginlega algjört draumadjobb að fá að vinna við og markaðssetja íslenska tónlist erlendis. Ég kveð líka mjög glöð yfir því að við höfum náð góðum árangri,“ segir Anna Hildur. Haft hefur verið samband við hana vegna starfs á Norðurlöndunum. Ekkert er þó frágengið í þeim efnum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða starf hjá Útflutningsskrifstofu norrænnar tónlistar, NOMEX. freyr@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég geri mitt besta í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson sem tekur 1. febrúar við starfi framkvæmdastjóra Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Fréttablaðið greindi frá því fyrir áramót að þetta væri í bígerð og í gærmorgun gekk stjórn ÚTÓN frá ráðningunni. „Það góða við þetta er að ég er að ganga inn í mjög gott batterí sem er mjög vel skipulagt og virkar vel. Það finnst mér skemmtilegast við þetta. Þetta gerir mikið gagn og vonandi kemur þetta til með að gera ennþá meira gagn í náinni framtíð,“ segir Sigtryggur, sem er ráðinn tímbundið til hálfs árs. Eftir það verður tekin ákvörðun með framhaldið. Aðspurður hvort þetta verði ekki þægilegt skrifstofustarf segir Sigtryggur, sem er einnig þekktur sem Bogomil Font, að sú sé ekki raunin nema að litlu leyti. „Þetta er auðvitað skrifstofustarf en gengur líka út á upplýsingamiðlun og -öflun. Þetta gengur að stórum hluta út á að tala við fólk og ég er fínn í því.“ Sigtryggur er enn einn Sykurmolinn sem festir rætur, ef svo má segja, í góðri skrifstofuvinnu. Síðast gerðist Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi. „Það má segja að Bragi [Ólafsson] hafi verið duglegastur. Hann gerðist rithöfundur strax en við erum að þroskast upp í að taka því aðeins rólegra. Eins og góð kona sagði við mig: „Sumir eru bara svona seinþroska“,“ segir Sigtryggur og hlær. Samhliða vinnu sinni hjá ÚTÓN heldur Sigtryggur áfram starfi sínu við Hljómskálann í Sjónvarpinu. Vinna við fimm nýja þætti er hafin, auk þess sem trymbillinn verður spyrill í forkeppni Eurovision-keppninnar þar sem hann ræðir við lagahöfunda. Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir núna skilið við ÚTÓN eftir fimm ára starf. „Þetta er búinn að vera frábær tími. Þetta er eiginlega algjört draumadjobb að fá að vinna við og markaðssetja íslenska tónlist erlendis. Ég kveð líka mjög glöð yfir því að við höfum náð góðum árangri,“ segir Anna Hildur. Haft hefur verið samband við hana vegna starfs á Norðurlöndunum. Ekkert er þó frágengið í þeim efnum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða starf hjá Útflutningsskrifstofu norrænnar tónlistar, NOMEX. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira