Enski boltinn

Mancini sannfærður um að hann verði áfram hjá City

Roberto Mancini, stjóri Man. City, er bjartsýnn á að halda starfi sínu hjá félaginu og segir að liðið hafi staðið sig vel í vetur.

Fari svo að City nái ekki Man. Utd í deildinni mun liðið ekki vinna neinn bikar á þessari leiktíð sem eru augljóslega vonbrigði miðað við þá peninga sem er búið að moka í liðið.

Eigendurnir eru sagðir vera til í að gefa Mancini tækifæri á næstu leiktíð en þá er Mancini hollara að skila einhverjum bikurum í hús.

"Núna er ég að hugsa um að klára tímabilið og svo getum við farið að skoða framhaldið. Mér finnst við hafa staðið okkur vel og er sannfærður um að ég verð hér áfram. Það eru engin vandamál hjá okkur," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×