Íslenska lýsið stóðst prófið Karen Kjartansdóttir skrifar 15. nóvember 2012 18:41 Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út." Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út."
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira