Íslenska lýsið stóðst prófið Karen Kjartansdóttir skrifar 15. nóvember 2012 18:41 Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út." Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. Danska ríkissjónvarpið sýndi í fyrradag neytendaþáttinn Kontant. Í honum voru gæði fiskolíu í lýsisperlum könnuð. Íslensku Omega 3 perlurnar illa út í athuguninni þar sem svokallað totox gildi sem notað er til að mæla þránun í olíu var í hærra lagi í þeim eða um 19. Varan sem best kom úr mældist þrír á totox-kvarðanum en sú sem verst kom úr mældist 22 stig. Matvælastofnun Danmerkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir þáttinn og sögðu þránun í vörunum hafa verið fullkomlega eðlilega. "Það er ekki rétt að við höfum komið illa út," segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. "Það er túlkun þeirra sem gerðu þennan þátt." Við á fréttastofunni ákváðum að athuga hvernig staðan væri hér á landi og hver hefði rétt fyrir sér. Fórum í verslun og keyptum nokkrar tegundir frá Lýsi í dag. Því næst kostaði fréttastofa mælingu hjá Heiðu Pálmadóttur, fagstjóra hjá Matís, sem kannaði málið á rannsóknarstöðu. Niðurstöðurnar fengum við klukkan fjögur en Katrín fékk að koma með til að sjá þær. Sp.blm. Jæja hvernig kom þetta út? "Þetta kom mjög vel út og sýnir það í raun og veru að vörurnar eru undir þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur samþykkt að séu notaðar," segir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri MATÍS. Omega 3 (sem gerð er úr ansjósum frá Chile og Perú )mældist hæst á totox-kvarðanum með 18,6 stig en þorskalýsi í flösku kom best út með 9,3 á kvarðanum. Gallinn er samt sá að sérfræðingar MATÍS telja að dönsku fréttamennirnir hefðu ekki átt að nota totox-kvarðann því engir staðlar séu um hann. Þá virðist honum þeir dönsku fréttamennirnir hafi einnig ruglað viðmiðum sem eiga við jurtaolíu við fiskolíu. "Þannig að þá spyrja menn sig, hvað á að nota? Jú, þá er bara að skoða peroxíð gildi," segir Steinar. Eins og við sögðum var totox gildi varanna ekki hátt en þar sem engir staðlar eru til um það ákváðum við á frétttastofu Stöðvar 2 ákváðum þá að sýna frekar peroxíðgildin en Steinar segir staðlaráð telja hármaks peroxíðgildi vera 5 einingar.Þorskalýsi í flösku mældist 1,5Omega 3 perlur mældust 1,4Krakkalýsi í flösku mældist 1,6Þorskalýsi í perlum 1,5. Allar þær vörur sem við skoðuðum fyrir ykkur [fréttastofu Stöðvar 2], frá Lýsi voru allar langt undir mörkunum," segir Steinar og bætir við. "Þessar vörur koma mjög vel út."
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira