Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2012 09:00 Indónesíska parið sem reyndi að tapa viðureign sinni í gær og tókst ætlunarverk sitt. Í baksýn er dómarinn sem hafði sýnt þeim svarta spjaldið og þar með dæmt þær úr leik - en dregið það svo til baka. Mynd/Nordic Photos/Getty Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15. Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15.
Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16