David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi 24. ágúst 2012 10:41 "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjunum yfir þessu," segir Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Nothing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýjasta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokkuð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV-verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistarmönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin? Over You með Chris Willis, Fergie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. "Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt."alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
"Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjunum yfir þessu," segir Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Nothing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýjasta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokkuð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV-verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistarmönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin? Over You með Chris Willis, Fergie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. "Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt."alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira