Elfar Freyr: Þjálfarinn vildi ekki fá mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2012 06:00 Mynd / www.aekfc.gr Elfar Freyr Helgason æfir með Breiðabliki þessa dagana en knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá AEK í Grikklandi, er í sumarfríi. Mikil óvissa er um stöðu leikmanna hjá AEK. Félagið glímir við mikil fjárhagsvandræði og nýjustu fregnir herma að óvíst sé hvort liðið spili í efstu deild í Grikklandi á næstu leiktíð. „Þetta er bölvað basl. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að byrja að æfa aftur," segir Elfar aðspurður um nýjustu tíðindi úr herbúðum gríska liðsins. Hann segist vera laus allra mála verði félaginu vikið úr efstu deild og telur að það sama gildi um flesta leikmenn liðsins. Elfar Freyr gekk til liðs við AEK frá Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur þó nánast eingöngu vermt varamannabekk inn hjá gríska liðinu. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið erfitt. Það hefur eiginlega verið of létt," segir Kópavogsbúinn kíminn og vorkennir sjálfum sér greinilega ekki þrátt fyrir lítinn spiltíma. „Lífið er alltaf gott en auðvitað snýst þetta um að spila. Ég bað um að fá að fara á lán en það klikkaði," segir Elfar sem stóð til boða að spila á Norðurlöndunum. Þjálfarinn neitaði honum hins vegar um að fara. Þjálfarinn vildi ekki fá migElfar var seldur til AEK sem fyrr segir í júlí á síðasta ári í skugga deilna Breiðabliks og AEK. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þangað kom Elfar Freyr aldrei og voru Blikar ósáttir við forráðamenn AEK sem sögðu ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi. Miðað við það uppsteit sem varð við félagaskiptin reiknuðu flestir með því að Elfari Frey væri ætlað stórt hlutverk hjá gríska liðinu. Annað hefur komið á daginn. „Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," segir Elfar og bætir við að þjálfarinn hafi verið eitt stórt spurningamerki. „Hvaða gæi er þetta eiginlega?" grínast Elfar Freyr sem líkar vistin í Grikklandi þrátt fyrir allt ágætlega. AEK skipti um þjálfara á tímabilinu og sá þjálfari er nú einnig farinn frá félaginu. „Nú leita þeir að nýjum þjálfara en ég veit ekki á hverju þeir hafa efni," segir Elfar Freyr sem leiðist ekki lífið á Íslandi þessa dagana. Blikar hafa skilað mörgum leikmönnum í atvinnumennsku undanfarin ár. Nokkrir þeirra eru nú sameinaðir á ný, í sumarfríi og má vænta að gæðin á æfingum Blika hafi ekki minnkað við komu þeirra. Fótbolti Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Elfar Freyr Helgason æfir með Breiðabliki þessa dagana en knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá AEK í Grikklandi, er í sumarfríi. Mikil óvissa er um stöðu leikmanna hjá AEK. Félagið glímir við mikil fjárhagsvandræði og nýjustu fregnir herma að óvíst sé hvort liðið spili í efstu deild í Grikklandi á næstu leiktíð. „Þetta er bölvað basl. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að byrja að æfa aftur," segir Elfar aðspurður um nýjustu tíðindi úr herbúðum gríska liðsins. Hann segist vera laus allra mála verði félaginu vikið úr efstu deild og telur að það sama gildi um flesta leikmenn liðsins. Elfar Freyr gekk til liðs við AEK frá Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur þó nánast eingöngu vermt varamannabekk inn hjá gríska liðinu. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið erfitt. Það hefur eiginlega verið of létt," segir Kópavogsbúinn kíminn og vorkennir sjálfum sér greinilega ekki þrátt fyrir lítinn spiltíma. „Lífið er alltaf gott en auðvitað snýst þetta um að spila. Ég bað um að fá að fara á lán en það klikkaði," segir Elfar sem stóð til boða að spila á Norðurlöndunum. Þjálfarinn neitaði honum hins vegar um að fara. Þjálfarinn vildi ekki fá migElfar var seldur til AEK sem fyrr segir í júlí á síðasta ári í skugga deilna Breiðabliks og AEK. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þangað kom Elfar Freyr aldrei og voru Blikar ósáttir við forráðamenn AEK sem sögðu ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi. Miðað við það uppsteit sem varð við félagaskiptin reiknuðu flestir með því að Elfari Frey væri ætlað stórt hlutverk hjá gríska liðinu. Annað hefur komið á daginn. „Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," segir Elfar og bætir við að þjálfarinn hafi verið eitt stórt spurningamerki. „Hvaða gæi er þetta eiginlega?" grínast Elfar Freyr sem líkar vistin í Grikklandi þrátt fyrir allt ágætlega. AEK skipti um þjálfara á tímabilinu og sá þjálfari er nú einnig farinn frá félaginu. „Nú leita þeir að nýjum þjálfara en ég veit ekki á hverju þeir hafa efni," segir Elfar Freyr sem leiðist ekki lífið á Íslandi þessa dagana. Blikar hafa skilað mörgum leikmönnum í atvinnumennsku undanfarin ár. Nokkrir þeirra eru nú sameinaðir á ný, í sumarfríi og má vænta að gæðin á æfingum Blika hafi ekki minnkað við komu þeirra.
Fótbolti Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira