Elfar Freyr: Þjálfarinn vildi ekki fá mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2012 06:00 Mynd / www.aekfc.gr Elfar Freyr Helgason æfir með Breiðabliki þessa dagana en knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá AEK í Grikklandi, er í sumarfríi. Mikil óvissa er um stöðu leikmanna hjá AEK. Félagið glímir við mikil fjárhagsvandræði og nýjustu fregnir herma að óvíst sé hvort liðið spili í efstu deild í Grikklandi á næstu leiktíð. „Þetta er bölvað basl. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að byrja að æfa aftur," segir Elfar aðspurður um nýjustu tíðindi úr herbúðum gríska liðsins. Hann segist vera laus allra mála verði félaginu vikið úr efstu deild og telur að það sama gildi um flesta leikmenn liðsins. Elfar Freyr gekk til liðs við AEK frá Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur þó nánast eingöngu vermt varamannabekk inn hjá gríska liðinu. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið erfitt. Það hefur eiginlega verið of létt," segir Kópavogsbúinn kíminn og vorkennir sjálfum sér greinilega ekki þrátt fyrir lítinn spiltíma. „Lífið er alltaf gott en auðvitað snýst þetta um að spila. Ég bað um að fá að fara á lán en það klikkaði," segir Elfar sem stóð til boða að spila á Norðurlöndunum. Þjálfarinn neitaði honum hins vegar um að fara. Þjálfarinn vildi ekki fá migElfar var seldur til AEK sem fyrr segir í júlí á síðasta ári í skugga deilna Breiðabliks og AEK. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þangað kom Elfar Freyr aldrei og voru Blikar ósáttir við forráðamenn AEK sem sögðu ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi. Miðað við það uppsteit sem varð við félagaskiptin reiknuðu flestir með því að Elfari Frey væri ætlað stórt hlutverk hjá gríska liðinu. Annað hefur komið á daginn. „Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," segir Elfar og bætir við að þjálfarinn hafi verið eitt stórt spurningamerki. „Hvaða gæi er þetta eiginlega?" grínast Elfar Freyr sem líkar vistin í Grikklandi þrátt fyrir allt ágætlega. AEK skipti um þjálfara á tímabilinu og sá þjálfari er nú einnig farinn frá félaginu. „Nú leita þeir að nýjum þjálfara en ég veit ekki á hverju þeir hafa efni," segir Elfar Freyr sem leiðist ekki lífið á Íslandi þessa dagana. Blikar hafa skilað mörgum leikmönnum í atvinnumennsku undanfarin ár. Nokkrir þeirra eru nú sameinaðir á ný, í sumarfríi og má vænta að gæðin á æfingum Blika hafi ekki minnkað við komu þeirra. Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Elfar Freyr Helgason æfir með Breiðabliki þessa dagana en knattspyrnumaðurinn, sem er á mála hjá AEK í Grikklandi, er í sumarfríi. Mikil óvissa er um stöðu leikmanna hjá AEK. Félagið glímir við mikil fjárhagsvandræði og nýjustu fregnir herma að óvíst sé hvort liðið spili í efstu deild í Grikklandi á næstu leiktíð. „Þetta er bölvað basl. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að byrja að æfa aftur," segir Elfar aðspurður um nýjustu tíðindi úr herbúðum gríska liðsins. Hann segist vera laus allra mála verði félaginu vikið úr efstu deild og telur að það sama gildi um flesta leikmenn liðsins. Elfar Freyr gekk til liðs við AEK frá Breiðabliki fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur þó nánast eingöngu vermt varamannabekk inn hjá gríska liðinu. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið erfitt. Það hefur eiginlega verið of létt," segir Kópavogsbúinn kíminn og vorkennir sjálfum sér greinilega ekki þrátt fyrir lítinn spiltíma. „Lífið er alltaf gott en auðvitað snýst þetta um að spila. Ég bað um að fá að fara á lán en það klikkaði," segir Elfar sem stóð til boða að spila á Norðurlöndunum. Þjálfarinn neitaði honum hins vegar um að fara. Þjálfarinn vildi ekki fá migElfar var seldur til AEK sem fyrr segir í júlí á síðasta ári í skugga deilna Breiðabliks og AEK. Að sögn Blika átti Elfar Freyr aðeins að fara í læknisskoðun í Grikklandi en koma svo til móts við þá í Þrándheimi fyrir leik gærkvöldsins gegn Rosenborg í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þangað kom Elfar Freyr aldrei og voru Blikar ósáttir við forráðamenn AEK sem sögðu ekkert slíkt samkomulag hafa verið fyrir hendi. Miðað við það uppsteit sem varð við félagaskiptin reiknuðu flestir með því að Elfari Frey væri ætlað stórt hlutverk hjá gríska liðinu. Annað hefur komið á daginn. „Það var ekki þjálfarinn sem vildi fá mig heldur meðlimir í stjórninni," segir Elfar og bætir við að þjálfarinn hafi verið eitt stórt spurningamerki. „Hvaða gæi er þetta eiginlega?" grínast Elfar Freyr sem líkar vistin í Grikklandi þrátt fyrir allt ágætlega. AEK skipti um þjálfara á tímabilinu og sá þjálfari er nú einnig farinn frá félaginu. „Nú leita þeir að nýjum þjálfara en ég veit ekki á hverju þeir hafa efni," segir Elfar Freyr sem leiðist ekki lífið á Íslandi þessa dagana. Blikar hafa skilað mörgum leikmönnum í atvinnumennsku undanfarin ár. Nokkrir þeirra eru nú sameinaðir á ný, í sumarfríi og má vænta að gæðin á æfingum Blika hafi ekki minnkað við komu þeirra.
Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira