Lífið

Hætt saman - ballið búið

Hilary Swank og John Campisi á meðan allt lék í lyndi.
Hilary Swank og John Campisi á meðan allt lék í lyndi. myndir/cover media
Leikkonan Hilary Swank, 38 ára, er hætt með kærastanum sínum síðustu fimm ár, John Campisi. Þau hættu saman í sumar en Hilary hefur eytt undanförnum mánuðum í Suður Afríku við tökur á kvikmyndinni Mary & Martha. Kannski ekki skrýtið að John hafi gefist upp á leikkonunni sem er lítið heima við og alltaf í vinnunni. Hún var áður gift Pretty Little Liars leikaranum Chad Lowe en það samband fór líka í vaskinn. Hilary skildi við Chad eftir tíu ára hjónaband. Vonandi að hún finni ástina á ný með manni sem sættir sig við fjarveruna sem fylgir því að vera farsæl leikkona.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.