Níu prófmál af 11 ekki komin til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. ágúst 2012 20:30 Aðeins tvö prófmál af ellefu, sem eiga að skera á gengislánahnútinn, eru komin inn í dómskerfið. Nýjasti kaflinn í gengislánasögunni eftir hrun hófst með dómi í febrúar þegar Hæstiréttur kvað upp úr með það að óheimilt væri að reikna afturvirka seðlabankavexti á ólögleg gengislán. Fjórum og hálfum mánuði síðar höfðu bankarnir og fulltrúar skuldara komið sér saman um 11 prófmál til að sækja fyrir dómstólum til að greiða úr um 20 álitamálum sem enn sátu í gengislánaflækjunni. Sex prófmálanna eru sótt vegna bíla- og húsnæðisskulda einstaklinga - og fimm vegna fyrirtækjalána sem hlaupa á hundruðum milljóna. Öll málin verða sótt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem flýtimeðferð hefur verið samþykkt. Til stóð að þau yrðu þingfest fyrir réttarhlé - það tókst ekki og aðeins tvö eru því komin inn í dómskerfið. Annað er vegna bílasamnings einstaklings við Lýsingu en hitt er um 300 milljóna króna fyrrverandi gengislán fyrirtækis hjá Arion banka. Þessi mál eiga meðal annars að skera úr um það hvenær seðlabankavextir eiga að reiknast á ólögleg lán, til dæmis hvort það er frá því að lánin voru dæmd ólögleg í júní 2010 eða þegar Árna Pálslögin voru sett í desember sama ár. Sömuleiðis hvort skuldarar sem nýttu sér ýmis úrræði, eins og frystingar, falli undir fordæmi Hæstaréttar. Æði margir af þeim tugþúsundum fjölskyldna og fyrirtækja sem tóku gengislán, eru eflaust orðnir langeygir eftir niðurstöðu í sínum skuldamálum. En hætt er við að Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, hafi verið heldur bjartsýn í vor þegar hún kvaðst vona að fyrstu dómar kæmu í haust. Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Aðeins tvö prófmál af ellefu, sem eiga að skera á gengislánahnútinn, eru komin inn í dómskerfið. Nýjasti kaflinn í gengislánasögunni eftir hrun hófst með dómi í febrúar þegar Hæstiréttur kvað upp úr með það að óheimilt væri að reikna afturvirka seðlabankavexti á ólögleg gengislán. Fjórum og hálfum mánuði síðar höfðu bankarnir og fulltrúar skuldara komið sér saman um 11 prófmál til að sækja fyrir dómstólum til að greiða úr um 20 álitamálum sem enn sátu í gengislánaflækjunni. Sex prófmálanna eru sótt vegna bíla- og húsnæðisskulda einstaklinga - og fimm vegna fyrirtækjalána sem hlaupa á hundruðum milljóna. Öll málin verða sótt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem flýtimeðferð hefur verið samþykkt. Til stóð að þau yrðu þingfest fyrir réttarhlé - það tókst ekki og aðeins tvö eru því komin inn í dómskerfið. Annað er vegna bílasamnings einstaklings við Lýsingu en hitt er um 300 milljóna króna fyrrverandi gengislán fyrirtækis hjá Arion banka. Þessi mál eiga meðal annars að skera úr um það hvenær seðlabankavextir eiga að reiknast á ólögleg lán, til dæmis hvort það er frá því að lánin voru dæmd ólögleg í júní 2010 eða þegar Árna Pálslögin voru sett í desember sama ár. Sömuleiðis hvort skuldarar sem nýttu sér ýmis úrræði, eins og frystingar, falli undir fordæmi Hæstaréttar. Æði margir af þeim tugþúsundum fjölskyldna og fyrirtækja sem tóku gengislán, eru eflaust orðnir langeygir eftir niðurstöðu í sínum skuldamálum. En hætt er við að Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, hafi verið heldur bjartsýn í vor þegar hún kvaðst vona að fyrstu dómar kæmu í haust.
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira