Níu prófmál af 11 ekki komin til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. ágúst 2012 20:30 Aðeins tvö prófmál af ellefu, sem eiga að skera á gengislánahnútinn, eru komin inn í dómskerfið. Nýjasti kaflinn í gengislánasögunni eftir hrun hófst með dómi í febrúar þegar Hæstiréttur kvað upp úr með það að óheimilt væri að reikna afturvirka seðlabankavexti á ólögleg gengislán. Fjórum og hálfum mánuði síðar höfðu bankarnir og fulltrúar skuldara komið sér saman um 11 prófmál til að sækja fyrir dómstólum til að greiða úr um 20 álitamálum sem enn sátu í gengislánaflækjunni. Sex prófmálanna eru sótt vegna bíla- og húsnæðisskulda einstaklinga - og fimm vegna fyrirtækjalána sem hlaupa á hundruðum milljóna. Öll málin verða sótt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem flýtimeðferð hefur verið samþykkt. Til stóð að þau yrðu þingfest fyrir réttarhlé - það tókst ekki og aðeins tvö eru því komin inn í dómskerfið. Annað er vegna bílasamnings einstaklings við Lýsingu en hitt er um 300 milljóna króna fyrrverandi gengislán fyrirtækis hjá Arion banka. Þessi mál eiga meðal annars að skera úr um það hvenær seðlabankavextir eiga að reiknast á ólögleg lán, til dæmis hvort það er frá því að lánin voru dæmd ólögleg í júní 2010 eða þegar Árna Pálslögin voru sett í desember sama ár. Sömuleiðis hvort skuldarar sem nýttu sér ýmis úrræði, eins og frystingar, falli undir fordæmi Hæstaréttar. Æði margir af þeim tugþúsundum fjölskyldna og fyrirtækja sem tóku gengislán, eru eflaust orðnir langeygir eftir niðurstöðu í sínum skuldamálum. En hætt er við að Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, hafi verið heldur bjartsýn í vor þegar hún kvaðst vona að fyrstu dómar kæmu í haust. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Aðeins tvö prófmál af ellefu, sem eiga að skera á gengislánahnútinn, eru komin inn í dómskerfið. Nýjasti kaflinn í gengislánasögunni eftir hrun hófst með dómi í febrúar þegar Hæstiréttur kvað upp úr með það að óheimilt væri að reikna afturvirka seðlabankavexti á ólögleg gengislán. Fjórum og hálfum mánuði síðar höfðu bankarnir og fulltrúar skuldara komið sér saman um 11 prófmál til að sækja fyrir dómstólum til að greiða úr um 20 álitamálum sem enn sátu í gengislánaflækjunni. Sex prófmálanna eru sótt vegna bíla- og húsnæðisskulda einstaklinga - og fimm vegna fyrirtækjalána sem hlaupa á hundruðum milljóna. Öll málin verða sótt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem flýtimeðferð hefur verið samþykkt. Til stóð að þau yrðu þingfest fyrir réttarhlé - það tókst ekki og aðeins tvö eru því komin inn í dómskerfið. Annað er vegna bílasamnings einstaklings við Lýsingu en hitt er um 300 milljóna króna fyrrverandi gengislán fyrirtækis hjá Arion banka. Þessi mál eiga meðal annars að skera úr um það hvenær seðlabankavextir eiga að reiknast á ólögleg lán, til dæmis hvort það er frá því að lánin voru dæmd ólögleg í júní 2010 eða þegar Árna Pálslögin voru sett í desember sama ár. Sömuleiðis hvort skuldarar sem nýttu sér ýmis úrræði, eins og frystingar, falli undir fordæmi Hæstaréttar. Æði margir af þeim tugþúsundum fjölskyldna og fyrirtækja sem tóku gengislán, eru eflaust orðnir langeygir eftir niðurstöðu í sínum skuldamálum. En hætt er við að Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, hafi verið heldur bjartsýn í vor þegar hún kvaðst vona að fyrstu dómar kæmu í haust.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira