Fótbolti

Ancelotti: Ég hef ekki talað við Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins Paris Saint-Germain.
Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins Paris Saint-Germain. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins Paris Saint-Germain, fær væntanlega til sín Carlos Tevez á næstunni en allt bendir nú til þess að franska liðið kaupi argentínska sóknarmanninn frá Manchester City. Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez, ræddi við forráðamenn PSG í dag en franska liðið virðist vera það eina sem hefur efni á því að kaupa Tevez.

„Það væri mjög gott fyrir okkur að fá til okkar frábæran framherja eins og Carlos Tevez," sagði

Carlo Ancelotti sem tók við franska liðinu um áramótin.

„Tevez er ekki að spila fyrir Manchester City í dag en hann vill spila fótbolta. Það er samt ekkert í hendi eins og er. Við þurfum að ræða bæði við leikmanninn og Manchester City en vonandi finnum við góða lausn," sagði Ancelotti.

„Ég hef ekki talað við Tevez í síma eða umboðsmanninn hans. Leonardo sér um það. Það lítur ekki út fyrir það í dag að við þurfum á Tevez að halda en fótboltaheimurinn breytist á hverjum degi," sagði Ancelotti.

Manchester City hafnaði á dögunum 20,7 milljóna tilboði í Tevez frá Inter og er ekki heldur tilbúið að lán Tevez til AC Milan. AC Milan vildi ekki selja Alexandre Pato til Paris Saint-Germain en sú sala hefði væntanlega séð AC Milan fyrir pening til þess að kaupa Tevez frá City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×