Fótbolti

Gerrard: Rooney mun haga sér vel

Rooney hefur lært af rauða spjaldinu sem hann fékk og sendi hann í bann á EM. Hann labbar hér af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í þeim leik.
Rooney hefur lært af rauða spjaldinu sem hann fékk og sendi hann í bann á EM. Hann labbar hér af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í þeim leik.
Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, hefur engar áhyggjur af skapsveiflum félaga síns, Wayne Rooney, og veit vel að hann mun halda sig á mottunni gegn Úkraínu í kvöld.

Gerrard segist heldur ekkert þurfa að peppa Rooney upp fyrir leikinn. Hann sé meira en tilbúinn.

"Það vita allir fyrir hvað Rooney stendur. Okkar sóknarleikur er mun hættulegri með hann inn á enda heimsklassaleikmaður," sagði Gerrard.

"Ég þekki Wayne mjög vel. Við erum nánir og ég sé það í augunum á honum hvað hann er orðinn spenntur fyrir því að spila. Það þarf ekkert að kveikja í honum fyrir þennan leik.

"Hann hefur lært af fyrri mistökum og ég efast ekkert um að hann mun haga sér vel í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×