Fótbolti

Birkir og félagar töpuðu fyrir toppliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Standard Liege sem tapaði fyrir Anderlecht, 2-1, á heimvelli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Standard komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu og voru með forystuna þar til að Roland Juhasz jafnaði metin fyrir Anderlecht á 76. mínútu. Sigurmarkið skoraði svo Mbokani Bezua á 89. mínútu.

Birkir var skipt af velli átta mínútum fyrir leikslok en Standard er í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig. Anderlecht er á topppnum með 56 stig, tíu stigum meira en Gent sem er í öðru sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×