Enski boltinn

Southampton í úrvalsdeildina | Aron Einar í umspilið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Southampton endurheimti í dag sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Coventry í lokaumferð Championship-deildarinnar. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff lögðu Crystal Palace 2-1 og tryggðu sér síðasta sætið í umspilinu.

Billy Sharp og José Fonte komu Southampton í 2-0 á fyrstu 20 mínútunum og aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Jos Hoolveld og Adam Lallana bættu við mörkum í síðari hálfleiknum og Dýrlingarnir gátu fagnað endurheimtu sæti á meðal þeirra bestu.

Frábær árangur hjá knattspyrnustjóranum Nigel Adkins sem hefur komið Southampton upp um tvær deildir á tveimur árum.

Aron Einar Gunnarsson og félagar lentu undir gegn Crystal Palace eftir 13. mínútna leik og voru marki undir í hálfleik. Peter Whittingham og Don Cowie skoruðu í síðari hálfleiknum og tryggðu velska liðinu sigur og um leið 6. sæti deildarinnar.

Aron Einar lék allan leikinn með Cardiff og nældi sér í gult spjald.

Birmingham vann 2-0 sigur á Reading sem hafði þegar tryggt sæti sitt í úrvalsdeildinni. Á sama tíma gerði Blackpool jafntefli gegn Millwall svo Birmingham skaust upp fyrir Blackpool í 4. sæti deildarinnar.

Í umspilsleikjunum mætast því annars vegar Birmingham og Blackpool og hins vegar West Ham og Cardiff. West Ham og Birmingham spila síðari leikinn á heimavelli þar sem liðin höfnuðu ofar í deildinni en andstæðingar þeirra.

Úrslit dagsins:

Barnsley 0-0 Brighton

Birmingham 2-0 Reading

Burnley 1-1 Bristol City

Crystal Palace 1-2 Cardiff

Derby 1-1 Peterborough

Doncaster 2-3 Ipswich

Leeds 1-2 Leicester

Millwall 2-2 Blackpool

Nottingham Forest 2-0 Portsmouth

Southampton 4-0 Coventry

Watford 2-1 Middlesborough

West Ham 2-1 Hull




Fleiri fréttir

Sjá meira


×