Lögreglan vill skotvopn í lögreglubílana Höskuldur Kári Schram skrifar 28. apríl 2012 18:30 Mikill meirihluti lögreglumanna vill að rafbyssur verði teknar í notkun hér á landi. Þá vilja þeir fá skammbyssur í lögreglubíla að norskri fyrirmynd. Þetta kemur fram í könnun sem Landssamband lögreglumanna lét gera meðal lögregluþjóna nýlega en niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í næstu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að niðurstaðan sé afgerandi hvað rafbyssur varðar. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að lögreglumenn almennt vilja fá taser valdbeitingartæki í sitt tækjabelti sem hluta af þeim valdbeitingartækjum sem lögreglan hefur," segir Snorri. Hugmyndir um að lögreglan taki upp rafbyssu eða rafstuðtæki eru ekki nýjar af nálinni. Ríkislögreglustjóri hóf skoðun á slíkum búnaði árið 2007 en í skýrslu sem kom út árið 2010 er hins vegar lagst gegn því að slíkur búnaður verði gerður að staðalbúnaði lögregluþjóna. Snorri segir að rafstuðtæki muni auka öryggi lögreglumanna verulega. „Rannsóknir sem gerðar hafa verið víða t.d. í bandaríkjunum í víða í Evrópu sýna fram á það að meiðsli á þeim sem lögreglan þarf að hafa afskipti af sem og lögreglumönnum stórminnkar með notkun þessa tækis," segir Snorri. Lögreglumenn eru almennt andvígir vopnaburði en vilja - samkvæmt því sem kemur fram í könnuninni - aukið aðgengi að skotvopnum. Er vísað í norsku leiðina í því samhengi. „Hún er þannig að lögreglan er með í bílum hjá sér sérstakar hirslur undir skotvopn þar sem þetta er geymt, í mjög öflugum skotvopnaskápum sem eru festir í bílana og með læsingum sem ekki er hægt að opna nema með til þess bærum áhöldum," segir Snorri. Snorri segir að niðurstöður könnunarinnar endurspegli það ástand sem nú ríkir innan lögreglunnar. „Lögreglumönnum hefur fækkað mjög mikið í kjölfar á þessu alþekkta efnahagshruni. Fjárveitingar til lögreglunnar hafa verið skornar niður af sömu ástæðu sem hefur gert það að verkum að lögreglumenn þurfa í síauknum mæli að vera einir við störf." Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Mikill meirihluti lögreglumanna vill að rafbyssur verði teknar í notkun hér á landi. Þá vilja þeir fá skammbyssur í lögreglubíla að norskri fyrirmynd. Þetta kemur fram í könnun sem Landssamband lögreglumanna lét gera meðal lögregluþjóna nýlega en niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í næstu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að niðurstaðan sé afgerandi hvað rafbyssur varðar. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að lögreglumenn almennt vilja fá taser valdbeitingartæki í sitt tækjabelti sem hluta af þeim valdbeitingartækjum sem lögreglan hefur," segir Snorri. Hugmyndir um að lögreglan taki upp rafbyssu eða rafstuðtæki eru ekki nýjar af nálinni. Ríkislögreglustjóri hóf skoðun á slíkum búnaði árið 2007 en í skýrslu sem kom út árið 2010 er hins vegar lagst gegn því að slíkur búnaður verði gerður að staðalbúnaði lögregluþjóna. Snorri segir að rafstuðtæki muni auka öryggi lögreglumanna verulega. „Rannsóknir sem gerðar hafa verið víða t.d. í bandaríkjunum í víða í Evrópu sýna fram á það að meiðsli á þeim sem lögreglan þarf að hafa afskipti af sem og lögreglumönnum stórminnkar með notkun þessa tækis," segir Snorri. Lögreglumenn eru almennt andvígir vopnaburði en vilja - samkvæmt því sem kemur fram í könnuninni - aukið aðgengi að skotvopnum. Er vísað í norsku leiðina í því samhengi. „Hún er þannig að lögreglan er með í bílum hjá sér sérstakar hirslur undir skotvopn þar sem þetta er geymt, í mjög öflugum skotvopnaskápum sem eru festir í bílana og með læsingum sem ekki er hægt að opna nema með til þess bærum áhöldum," segir Snorri. Snorri segir að niðurstöður könnunarinnar endurspegli það ástand sem nú ríkir innan lögreglunnar. „Lögreglumönnum hefur fækkað mjög mikið í kjölfar á þessu alþekkta efnahagshruni. Fjárveitingar til lögreglunnar hafa verið skornar niður af sömu ástæðu sem hefur gert það að verkum að lögreglumenn þurfa í síauknum mæli að vera einir við störf."
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira