Líst vel á að stjórnlagaráð komi aftur saman JHH skrifar 18. febrúar 2012 15:43 Gísla Tryggvasyni, lögfræðingi og stjórnlagaráðsfulltrúa, líst vel á hugmyndir meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að stjórnlagaráð komi saman á fjögurra daga fundi í byrjun mars. Tilgangur fundarins verður að fara yfir spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að mögulegum breytingum á frumvarpinu. Gísli vill jafnframt að stjórnlagaráð fái frekara tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir almenningi, svo sem í sjónvarpi. „Mér líst mjög vel á þessa tillögu og er ánægður með að nefndin leggi þessa leið til sem við buðum upp á. Að það séu einhverskonar viðræður milli stjórnlagaráðsfulltrúa og Alþingis um endanlegar tillögur til þjóðarinnar, sem er mikilvægasti aðili málsins. Og vonandi að þetta þoki málinu þannig að þetta verði borið undir þjóðaratkvæði í sumar eins og lagt er til," segir Gísli. Hann segir að tilgangurinn með þessum fundum í mars sé væntanlega sá að stjórnlagaráðsfulltrúar geti hlustað eftir þeim atriðum sem Alþingi þyki orka tvímælis eða þurfa að rökstyðja betur. „Það er ekkert útilokað að það komi fram einhverjar lagfæringar en ennþá hef ég lítið heyrt af konkret ábendingum um eitthvað sem gangi ekki upp. Ég hef eiginlega beðið eftir því í hálft ár að menn skilgreini betur hvað þeir eigi við þegar þeir segja að „ýmislegt" megi betur fara. Ég hlakka til að heyra hvað þingmenn vilja spyrja um og laga," segir Gísli. Gísli segist vona að fulltrúar í stjórnlagaráði fái betra tækifæri til að skýra verk sín, í sjónvarpi til dæmis þannig að menn séu ekki sífellt með vangaveltur um hvað stjórnlagaráðsfulltrúar séu að meina eða fólk sé að dæma verk stjórnlagaráðs. „Það er mikilvægt að aðrir fjalli um okkar verk og gagnrýni en við þurfum líka að fá að skýra okkar verk. Það er sérstaklega mikilvægt núna þegar tillögurnar eru á leið í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Gísli. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Gísla Tryggvasyni, lögfræðingi og stjórnlagaráðsfulltrúa, líst vel á hugmyndir meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að stjórnlagaráð komi saman á fjögurra daga fundi í byrjun mars. Tilgangur fundarins verður að fara yfir spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að mögulegum breytingum á frumvarpinu. Gísli vill jafnframt að stjórnlagaráð fái frekara tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir almenningi, svo sem í sjónvarpi. „Mér líst mjög vel á þessa tillögu og er ánægður með að nefndin leggi þessa leið til sem við buðum upp á. Að það séu einhverskonar viðræður milli stjórnlagaráðsfulltrúa og Alþingis um endanlegar tillögur til þjóðarinnar, sem er mikilvægasti aðili málsins. Og vonandi að þetta þoki málinu þannig að þetta verði borið undir þjóðaratkvæði í sumar eins og lagt er til," segir Gísli. Hann segir að tilgangurinn með þessum fundum í mars sé væntanlega sá að stjórnlagaráðsfulltrúar geti hlustað eftir þeim atriðum sem Alþingi þyki orka tvímælis eða þurfa að rökstyðja betur. „Það er ekkert útilokað að það komi fram einhverjar lagfæringar en ennþá hef ég lítið heyrt af konkret ábendingum um eitthvað sem gangi ekki upp. Ég hef eiginlega beðið eftir því í hálft ár að menn skilgreini betur hvað þeir eigi við þegar þeir segja að „ýmislegt" megi betur fara. Ég hlakka til að heyra hvað þingmenn vilja spyrja um og laga," segir Gísli. Gísli segist vona að fulltrúar í stjórnlagaráði fái betra tækifæri til að skýra verk sín, í sjónvarpi til dæmis þannig að menn séu ekki sífellt með vangaveltur um hvað stjórnlagaráðsfulltrúar séu að meina eða fólk sé að dæma verk stjórnlagaráðs. „Það er mikilvægt að aðrir fjalli um okkar verk og gagnrýni en við þurfum líka að fá að skýra okkar verk. Það er sérstaklega mikilvægt núna þegar tillögurnar eru á leið í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Gísli.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira