Erlent

Allir borgarfulltrúar Reggio Calabria reknir vegna mafíutengsla

Yfirvöld á Ítalíu hafa vikið öllum borgarfulltrúum í borginni Reggio Calabria úr embættum sínum. Ástæðan fyrir þessu var að koma í veg fyrir að mafían næði öllum völdum í borginni.

Borginni verður í staðinn stjórnað af þremur fulltrúum hins opinbera næstu mánuði. Þetta mun í fyrsta sinn í sögu Ítalíu að borgarstjórn er rekin eins og hún leggur sig vegna tengsla við mafíuna.

Rannsókn á starfsháttum borgarfulltrúanna hefur staðið yfir í eitt ár eða allt frá því að einn af þeim var handtekinn fyrir mafíutengsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×