Skotin fyrir að gagnrýna Guðsteinn skrifar 10. október 2012 00:00 Malala Yousoufzai Borin af vettvangi í sjúkrabörum, en er sögð munu ná sér af sárum sínum.fréttablaðið/AP Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. Malala fékk skot í bæði háls og höfuð, en er ekki sögð lífshættulega særð. Talið er að hin stúlkan muni einnig ná sér. Þær eru báðar á sjúkrahúsi. Þótt Malala sé aðeins fjórtán ára gömul er hún vel þekkt í Pakistan fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Hún er einnig þekkt fyrir að tala opinskátt um voðaverk talibana. Í fyrra var hún tilnefnd til alþjóðlegra friðarverðlauna barna. Árásarmaðurinn var talibani, en talibanahreyfingin er mjög andsnúin því að stúlkur fái menntun. Talibanahreyfingin hefur lýst yfir ábyrgð sinni á árásinni, og segir að barátta Malala hafi verið ósiðleg. „Þetta var nýr kafli í ósiðsemi, og við verðum að ljúka þessum kafla,“ sagði Ahsanullah Ahsan, talsmaður talibanahreyfingarinnar, í símaviðtali við fréttastofuna AP. „Við gerðum þessa árás.“ Talibanar hafa áður hótað henni og fjölskyldu hennar. Malala var aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að blogga undir dulnefni fyrir BBC á tungumáli sínu, sem er urdu. Á blogginu skrifaði hún um það hvernig er að búa við hernám talibana, sem réðu lögum og lofum á heimaslóðum hennar í Swat-dalnum. Eftir að talibanar voru svo reknir úr Swat-dalnum árið 2009 fór hún að tala opinskátt undir eigin nafni um talibanahreyfinguna og um nauðsyn menntunar fyrir stúlkur. Á síðasta ári tók hún þátt í málþingi barna á vegum UNICEF í Swat-dalnum og talaði þá um mikilvægi þess að börn létu rödd sína heyrast. Kamila Hayat hjá Mannréttindanefnd Pakistans hrósaði Malala fyrir að standa upp í hárinu á ofbeldismönnunum og senda þau skilaboð til umheimsins að pakistanskar stúlkur hafi hugrekki til að berjast fyrir réttindum sínum. Hún sagðist samt óttast að árásin verði til þess að foreldrar annarra barna muni koma í veg fyrir að þau segi hug sinn. „Þetta eru öfl sem vilja fara með okkur aftur til myrku aldanna,“ segir Hayat. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. Malala fékk skot í bæði háls og höfuð, en er ekki sögð lífshættulega særð. Talið er að hin stúlkan muni einnig ná sér. Þær eru báðar á sjúkrahúsi. Þótt Malala sé aðeins fjórtán ára gömul er hún vel þekkt í Pakistan fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Hún er einnig þekkt fyrir að tala opinskátt um voðaverk talibana. Í fyrra var hún tilnefnd til alþjóðlegra friðarverðlauna barna. Árásarmaðurinn var talibani, en talibanahreyfingin er mjög andsnúin því að stúlkur fái menntun. Talibanahreyfingin hefur lýst yfir ábyrgð sinni á árásinni, og segir að barátta Malala hafi verið ósiðleg. „Þetta var nýr kafli í ósiðsemi, og við verðum að ljúka þessum kafla,“ sagði Ahsanullah Ahsan, talsmaður talibanahreyfingarinnar, í símaviðtali við fréttastofuna AP. „Við gerðum þessa árás.“ Talibanar hafa áður hótað henni og fjölskyldu hennar. Malala var aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að blogga undir dulnefni fyrir BBC á tungumáli sínu, sem er urdu. Á blogginu skrifaði hún um það hvernig er að búa við hernám talibana, sem réðu lögum og lofum á heimaslóðum hennar í Swat-dalnum. Eftir að talibanar voru svo reknir úr Swat-dalnum árið 2009 fór hún að tala opinskátt undir eigin nafni um talibanahreyfinguna og um nauðsyn menntunar fyrir stúlkur. Á síðasta ári tók hún þátt í málþingi barna á vegum UNICEF í Swat-dalnum og talaði þá um mikilvægi þess að börn létu rödd sína heyrast. Kamila Hayat hjá Mannréttindanefnd Pakistans hrósaði Malala fyrir að standa upp í hárinu á ofbeldismönnunum og senda þau skilaboð til umheimsins að pakistanskar stúlkur hafi hugrekki til að berjast fyrir réttindum sínum. Hún sagðist samt óttast að árásin verði til þess að foreldrar annarra barna muni koma í veg fyrir að þau segi hug sinn. „Þetta eru öfl sem vilja fara með okkur aftur til myrku aldanna,“ segir Hayat.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira