Lífið

Þreyttur í Toronto

Chris Evans var þreyttur eftir stranga dagskrá á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Chris Evans var þreyttur eftir stranga dagskrá á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Leikarinn Chris Evans er einn þeirra sem er viðstaddur kvikmyndahátíðina í Toronto. Hann er þar til að kynna myndina Iceman þar sem hann fer með hlutverk leigumorðingja.

Evans var orðinn þreyttur og lúinn þegar viðtalið átti sér stað, enda veitti hann fjölda viðtala dag hvern, og var því ekki skrafhreyfinn þegar blaðamaðurinn settist niður með honum. Þegar leikarinn var spurður út í daginn sinn kvaðst hann vera þreyttur og bætti við: „Ég hugsa með mér „Hverjum er ekki sama?" Þetta er bévítans kvikmynd. Hún skiptir engu máli. Það er ekki eins og ég sé að bjarga mannslífum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.