Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Ryan Giggs | heiðursmyndband

Ryan Giggs er enn í aðalhlutverki hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þrátt fyrir að vera á 39. aldursári. Nýverið lék Giggs sinn 900. leik fyrir Man Utd en Giggs hefur verið í herbúðum Man Utd frá árinu 1991.

Giggs er sigursælasti leikmaður ensku knattspyrnunnar frá upphafi með 12 Englandsmeistaratitla, 4 bikarmeistaratitla, 3 deildabikarmeistaratitla, og 2 Evrópumeistaratitla. Giggs var til staðar í Sunnudagsmessunni í gær þar sem frumsýnt var myndband sem gert var honum til heiðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×