Innlent

Samkeppni um lokun hyldýpis

Sprungan á Kárastaðastíg hefur stækkað mikið frá því að hún kom í ljós.
Sprungan á Kárastaðastíg hefur stækkað mikið frá því að hún kom í ljós.
Þingvallanefnd hefur efnt til samkeppni um gerð og hönnun öruggrar gönguleiðar um Kárastaðastíg þar sem djúp gjóta opnaðist í stíginn ofan í Almannagjá í fyrra. „Gjótan sem opnaðist í stígnum vorið 2011 kom öllum mjög á óvart, enda er hún allt að tíu metrar á dýpt og nokkrir tugir metra á lengd,“ segir í tilkynningu um samkeppnina sem haldin er í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Fram kemur að ekki sé einhugur í Þingvallanefnd um frágang gjótunnar. „Vonast er til að samkeppnin leiði fram einfalda og snjalla lausn á gerð gönguleiðarinnar.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×