Fótbolti

OB tapaði fyrir Brøndby | Rúrik lék allan leikinn

Rúrík í leik með OB
Rúrík í leik með OB
Brøndby og OB mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag á Brøndby Stadion. Rúrik Gíslason, leikmaður OB, var settur einn upp á topp og var þar í byrjunarliðinu.

Michael Krohn-Dehli, leikmaður Brøndby, skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik og kom heimamönnum yfir.

Rúrik náði ekki að setja mark sitt á leikinn og kom boltanum ekki í netið. Leiknum lauk með sigri Brøndby 1-0. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá OB á tímabilinu og eru þeir í 9. sæti með 26 stig. Brøndby er í áttunda sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×