Newcastle í litlum vandræðum með Liverpool | Pepe Reina sá rautt 1. apríl 2012 11:45 Það gengur ekkert né rekur hjá Liverpool þessa daganna í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði illa fyrir Newcastle, 2-0, á St James' Park. Liverpool hefur aðeins fengið átta stig í deildinni á árinu en Wolves er eina liðið sem hefur fengið færri stig árið 2012. Newcastle var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Liverpool átti samt sem áður ágæta spretti. Eftir tæplega tíu mínútna leik komst Andy Carrol, leikmaður Liverpool, einn í gegn, lék á Krul í marki Newcastle og átti í raun aðeins eftir að setja boltann í autt markið. Carrol ákvað þá að láta sig falla niður til að fiska vítaspyrnu. Það eina sem Carrol uppskar með því var gult spjald. Fyrsta mark leiksins kom tíu mínútum síðar þegar Papiss Cissé skoraði laglegt mark með skalla. Mjög umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum þegar Danny Simpson, leikmaður Newcastle, varði skot frá Liverpool á marklínu með hendinni, en dómarinn sá ekki atvikið og lét leikinn halda áfram. Réttilega hefði Simpson átt að fá rautt spjald og Liverpool vítaspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki eins fjörugur til að byrja með og voru liðin lengi að finna taktinn eftir leikhlé. Þegar um fimmtán mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum náðu heimamenn að sundurspila vörn Liverpool og aftur var það Papiss Cissé sem skoraði fyrir heimamenn. Eftir markið brotnaði leikur Liverpool alveg saman og gekk ekkert upp. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði þá þrjár breytingar á liðinu en þær skiluðu litlu. Þegar stutt var eftir af leiknum fékk Pepe Reina, markvörður Liverpool, rautt spjald fyrir að skalla James Perch. Liverpool var þá búið með allar sínar skiptingar og því þurfti José Enrique að fara í markið hjá liðinu síðustu mínútur leiksins. Newcastle er í 6. sæti deildarinnar með 53 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sætinu en það gefur þátttöku rétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool er í því áttunda með 42 stig.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Það gengur ekkert né rekur hjá Liverpool þessa daganna í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði illa fyrir Newcastle, 2-0, á St James' Park. Liverpool hefur aðeins fengið átta stig í deildinni á árinu en Wolves er eina liðið sem hefur fengið færri stig árið 2012. Newcastle var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Liverpool átti samt sem áður ágæta spretti. Eftir tæplega tíu mínútna leik komst Andy Carrol, leikmaður Liverpool, einn í gegn, lék á Krul í marki Newcastle og átti í raun aðeins eftir að setja boltann í autt markið. Carrol ákvað þá að láta sig falla niður til að fiska vítaspyrnu. Það eina sem Carrol uppskar með því var gult spjald. Fyrsta mark leiksins kom tíu mínútum síðar þegar Papiss Cissé skoraði laglegt mark með skalla. Mjög umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum þegar Danny Simpson, leikmaður Newcastle, varði skot frá Liverpool á marklínu með hendinni, en dómarinn sá ekki atvikið og lét leikinn halda áfram. Réttilega hefði Simpson átt að fá rautt spjald og Liverpool vítaspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki eins fjörugur til að byrja með og voru liðin lengi að finna taktinn eftir leikhlé. Þegar um fimmtán mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum náðu heimamenn að sundurspila vörn Liverpool og aftur var það Papiss Cissé sem skoraði fyrir heimamenn. Eftir markið brotnaði leikur Liverpool alveg saman og gekk ekkert upp. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði þá þrjár breytingar á liðinu en þær skiluðu litlu. Þegar stutt var eftir af leiknum fékk Pepe Reina, markvörður Liverpool, rautt spjald fyrir að skalla James Perch. Liverpool var þá búið með allar sínar skiptingar og því þurfti José Enrique að fara í markið hjá liðinu síðustu mínútur leiksins. Newcastle er í 6. sæti deildarinnar með 53 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sætinu en það gefur þátttöku rétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool er í því áttunda með 42 stig.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira