Newcastle í litlum vandræðum með Liverpool | Pepe Reina sá rautt 1. apríl 2012 11:45 Það gengur ekkert né rekur hjá Liverpool þessa daganna í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði illa fyrir Newcastle, 2-0, á St James' Park. Liverpool hefur aðeins fengið átta stig í deildinni á árinu en Wolves er eina liðið sem hefur fengið færri stig árið 2012. Newcastle var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Liverpool átti samt sem áður ágæta spretti. Eftir tæplega tíu mínútna leik komst Andy Carrol, leikmaður Liverpool, einn í gegn, lék á Krul í marki Newcastle og átti í raun aðeins eftir að setja boltann í autt markið. Carrol ákvað þá að láta sig falla niður til að fiska vítaspyrnu. Það eina sem Carrol uppskar með því var gult spjald. Fyrsta mark leiksins kom tíu mínútum síðar þegar Papiss Cissé skoraði laglegt mark með skalla. Mjög umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum þegar Danny Simpson, leikmaður Newcastle, varði skot frá Liverpool á marklínu með hendinni, en dómarinn sá ekki atvikið og lét leikinn halda áfram. Réttilega hefði Simpson átt að fá rautt spjald og Liverpool vítaspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki eins fjörugur til að byrja með og voru liðin lengi að finna taktinn eftir leikhlé. Þegar um fimmtán mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum náðu heimamenn að sundurspila vörn Liverpool og aftur var það Papiss Cissé sem skoraði fyrir heimamenn. Eftir markið brotnaði leikur Liverpool alveg saman og gekk ekkert upp. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði þá þrjár breytingar á liðinu en þær skiluðu litlu. Þegar stutt var eftir af leiknum fékk Pepe Reina, markvörður Liverpool, rautt spjald fyrir að skalla James Perch. Liverpool var þá búið með allar sínar skiptingar og því þurfti José Enrique að fara í markið hjá liðinu síðustu mínútur leiksins. Newcastle er í 6. sæti deildarinnar með 53 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sætinu en það gefur þátttöku rétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool er í því áttunda með 42 stig.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Það gengur ekkert né rekur hjá Liverpool þessa daganna í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði illa fyrir Newcastle, 2-0, á St James' Park. Liverpool hefur aðeins fengið átta stig í deildinni á árinu en Wolves er eina liðið sem hefur fengið færri stig árið 2012. Newcastle var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Liverpool átti samt sem áður ágæta spretti. Eftir tæplega tíu mínútna leik komst Andy Carrol, leikmaður Liverpool, einn í gegn, lék á Krul í marki Newcastle og átti í raun aðeins eftir að setja boltann í autt markið. Carrol ákvað þá að láta sig falla niður til að fiska vítaspyrnu. Það eina sem Carrol uppskar með því var gult spjald. Fyrsta mark leiksins kom tíu mínútum síðar þegar Papiss Cissé skoraði laglegt mark með skalla. Mjög umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum þegar Danny Simpson, leikmaður Newcastle, varði skot frá Liverpool á marklínu með hendinni, en dómarinn sá ekki atvikið og lét leikinn halda áfram. Réttilega hefði Simpson átt að fá rautt spjald og Liverpool vítaspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki eins fjörugur til að byrja með og voru liðin lengi að finna taktinn eftir leikhlé. Þegar um fimmtán mínútu voru liðnar af síðari hálfleiknum náðu heimamenn að sundurspila vörn Liverpool og aftur var það Papiss Cissé sem skoraði fyrir heimamenn. Eftir markið brotnaði leikur Liverpool alveg saman og gekk ekkert upp. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði þá þrjár breytingar á liðinu en þær skiluðu litlu. Þegar stutt var eftir af leiknum fékk Pepe Reina, markvörður Liverpool, rautt spjald fyrir að skalla James Perch. Liverpool var þá búið með allar sínar skiptingar og því þurfti José Enrique að fara í markið hjá liðinu síðustu mínútur leiksins. Newcastle er í 6. sæti deildarinnar með 53 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sætinu en það gefur þátttöku rétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool er í því áttunda með 42 stig.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira