Fótbolti

U-17 lið Íslands í riðli með Frakklandi og Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
U-17 lið Íslands sem varð Norðurlandameistari í fyrra.
U-17 lið Íslands sem varð Norðurlandameistari í fyrra. Mynd/KSÍ
Dregið hefur verið í riðla fyrir lokakeppni Evrópumeistaramóts landsliða skipuð leikmönnum sautján ára og yngri sem fer fram í Slóveníu í næsta mánuði.

Átta þjóðir taka þátt í lokakeppninni en Ísland vann sér á dögunum þátttökurétt með því að bera sigur úr býtum í sínum milliriðli.

Ísland drógst í A-riðil og mætir í honum sterkum liðum Frakklands, Þýskalands og Georgíu en síðastnefnda liðið gerði sér lítið fyrir og hafði betur en bæði Spánn og England í sínum milliriðli.

Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki en þeir drógust í B-riðli ásamt gestgjöfum Slóveníu, Póllandi og Belgíu.

Leikir í riðlakeppninni fara fram dagana 4., 7., og 10. maí, undanúrslitin 13. maí og úrslitaleikurinn 16. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×