Nokkur áhugi á ríkisbréfum 7. maí 2012 03:30 Ávöxtunarkrafa skuldabréfanna sem seld voru í útboðinu á fimmtudag var nokkru lægri en búist hafði verið við. Fréttablaðið/ANton Ríkissjóður gekk á fimmtudag frá samningum um útgáfu skuldabréfa upp á einn milljarð Bandaríkjadala, jafngildi tæpra 124 milljarða íslenskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára og voru seld miðað við 6,0% ávöxtunarkröfu. „Viðbrögð fjárfesta eru mjög ánægjuleg, eftirspurn er tvisvar sinnum meiri en í síðustu skuldabréfaútgáfu og fjöldi þátttakenda í útboðinu er einnig tvöfalt meiri en þá,“ segir Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra. Lagst var í útgáfuna nú í þeim tilgangi að endurfjármagna skuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ríkissjóður hefur markað þá stefnu að standa fyrir reglulegri útgáfu skuldabréfa til að endurfjármagna erlend lán sín og lengja endurgreiðsluferil þeirra. Þá ætti útgáfan að auðvelda aðgang annarra innlendra aðila að alþjóðlegum lánsfjármarkaði þar sem útgáfa ríkissjóðs myndar grunn fyrir lánskjör annarra íslenskra skuldara í erlendum gjaldeyri. Ávöxtunarkrafa skuldabréfanna jafngildir 4,0% álagi ofan á bandarísk ríkisbréf. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka frá því í gær kemur fram að fyrirfram hafi verið miðað við 6,38% ávöxtunarkröfu. Útkoman er því nokkru hagstæðari en væntingar stóðu til. Þá segir enn fremur í Morgunkorni að kjörin séu lík þeim kjörum sem bjóðast löndum í svipuðum aðstæðum og Ísland. Þannig búi Lettland og Litháen við um 3,25 til 3,50% álag og Króatía við 4,85% álag. Þá má nefna að Ítalía og Spánn búa við 3,8% og 4,0% álag. Vaxtakjör nýju skuldabréfanna eru heldur lakari en vaxtakjör á þeim lánum ríkissjóðs sem falla á gjalddaga á næstu árum, lánum sem veitt voru í tengslum við samstarfsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þó ber að hafa í huga að þau voru veitt á mun hagstæðari kjörum en hefðu boðist ríkissjóði á markaði á þeim tíma þegar lánin voru tekin. Í mars síðastliðnum fyrirfram endurgreiddi ríkissjóður lán fyrir svipaða upphæð og nú var tekin. Voru það lán frá AGS og Norðurlöndunum sem voru á gjalddaga á árunum 2014 til 2016. Við þá breytingu sem orðið hefur á erlendu lánasafni ríkissjóðs við útgáfuna nú og endurgreiðsluna í mars hefur árlegur vaxtakostnaður ríkissjóðs hækkað nokkuð en á móti hefur endurfjármögnunaráhætta ríkissjóðs lækkað. Skuldabréfaútboðið nú er annað erlenda skuldabréfaútboð ríkissjóðs frá bankahruni en hið fyrra fór fram í júní í fyrra. Þá voru gefin út 5 ára skuldabréf með breytilegum vöxtum og nam áhættuálag á þau skuldabréf 3,2%. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Ríkissjóður gekk á fimmtudag frá samningum um útgáfu skuldabréfa upp á einn milljarð Bandaríkjadala, jafngildi tæpra 124 milljarða íslenskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára og voru seld miðað við 6,0% ávöxtunarkröfu. „Viðbrögð fjárfesta eru mjög ánægjuleg, eftirspurn er tvisvar sinnum meiri en í síðustu skuldabréfaútgáfu og fjöldi þátttakenda í útboðinu er einnig tvöfalt meiri en þá,“ segir Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra. Lagst var í útgáfuna nú í þeim tilgangi að endurfjármagna skuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ríkissjóður hefur markað þá stefnu að standa fyrir reglulegri útgáfu skuldabréfa til að endurfjármagna erlend lán sín og lengja endurgreiðsluferil þeirra. Þá ætti útgáfan að auðvelda aðgang annarra innlendra aðila að alþjóðlegum lánsfjármarkaði þar sem útgáfa ríkissjóðs myndar grunn fyrir lánskjör annarra íslenskra skuldara í erlendum gjaldeyri. Ávöxtunarkrafa skuldabréfanna jafngildir 4,0% álagi ofan á bandarísk ríkisbréf. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka frá því í gær kemur fram að fyrirfram hafi verið miðað við 6,38% ávöxtunarkröfu. Útkoman er því nokkru hagstæðari en væntingar stóðu til. Þá segir enn fremur í Morgunkorni að kjörin séu lík þeim kjörum sem bjóðast löndum í svipuðum aðstæðum og Ísland. Þannig búi Lettland og Litháen við um 3,25 til 3,50% álag og Króatía við 4,85% álag. Þá má nefna að Ítalía og Spánn búa við 3,8% og 4,0% álag. Vaxtakjör nýju skuldabréfanna eru heldur lakari en vaxtakjör á þeim lánum ríkissjóðs sem falla á gjalddaga á næstu árum, lánum sem veitt voru í tengslum við samstarfsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þó ber að hafa í huga að þau voru veitt á mun hagstæðari kjörum en hefðu boðist ríkissjóði á markaði á þeim tíma þegar lánin voru tekin. Í mars síðastliðnum fyrirfram endurgreiddi ríkissjóður lán fyrir svipaða upphæð og nú var tekin. Voru það lán frá AGS og Norðurlöndunum sem voru á gjalddaga á árunum 2014 til 2016. Við þá breytingu sem orðið hefur á erlendu lánasafni ríkissjóðs við útgáfuna nú og endurgreiðsluna í mars hefur árlegur vaxtakostnaður ríkissjóðs hækkað nokkuð en á móti hefur endurfjármögnunaráhætta ríkissjóðs lækkað. Skuldabréfaútboðið nú er annað erlenda skuldabréfaútboð ríkissjóðs frá bankahruni en hið fyrra fór fram í júní í fyrra. Þá voru gefin út 5 ára skuldabréf með breytilegum vöxtum og nam áhættuálag á þau skuldabréf 3,2%. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira