Lögreglan hvetur fólk til að vera vakandi Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 12. desember 2012 19:28 Brotist hefur verið inn í fimm einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu síðan um helgina. Lögreglan segir innbrotahrinuna svipa til óupplýstra innbrota fyrir rúmu ári síðan og biður hún fólk um að vera á varðbergi. Undanfarna daga hafa óprúttnir aðilar brotist inn í einbýlishús í Hafnarfirði og Kópavogi, þrjú innbrot voru framin um helgina, eitt í gærkvöldi og eitt klukkan níu í morgun. Innbrotin eru öll svipuð og virðast þjófarnir sækja í hús sem flest standa við óbyggð svæði eða í jaðri byggðar. „Það er farið inn í svefnherbergi og rótað þar til, aðallega teknir skartgripir, úr og hlutir sem fólk geymir í svefniherbergjum og síðan er farið út og ekki farið í aðrar álmur hússins," segir Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi. „Við teljum það ekki ólíklegt að þeir leggi bílunum frá, og labbi yfir þessu óbyggðu svæði og fari inn í þessu hús."Sp. blm. Er þetta munstur sem þið hafið séð áður? „Já fyrir rúmu ári síðan gekk hérna yfir hrina innbrota sem voru mjög álík þessu, og þau stóðu yfir í 2-3 vikur og voru mjög svipuð þessu og við höfum grunsemd um að þetta séu sömu aðilar." Þau innbrot sem voru hátt í þrettán talsins eru hins vegar enn óleyst og hvetur Heimir fólk til að fylgjast með öllum grunsamlegum mannaferðum í hverfum sínum og koma ábendingum til lögreglu. „Vera dálítið vakandi fyrir nærumhverfi sínu og skrá lýsingu á fólki ef það verður var við grunsamlegar mannaferðir, skrá niður bílnúmer og fylgjast með sínu næsta umhverfi." „Eins og við segjum, þá við viljum frekar fá einni ábendingunni meira heldur en minna sem verður til þess að við upplýsum þessi mál." Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Brotist hefur verið inn í fimm einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu síðan um helgina. Lögreglan segir innbrotahrinuna svipa til óupplýstra innbrota fyrir rúmu ári síðan og biður hún fólk um að vera á varðbergi. Undanfarna daga hafa óprúttnir aðilar brotist inn í einbýlishús í Hafnarfirði og Kópavogi, þrjú innbrot voru framin um helgina, eitt í gærkvöldi og eitt klukkan níu í morgun. Innbrotin eru öll svipuð og virðast þjófarnir sækja í hús sem flest standa við óbyggð svæði eða í jaðri byggðar. „Það er farið inn í svefnherbergi og rótað þar til, aðallega teknir skartgripir, úr og hlutir sem fólk geymir í svefniherbergjum og síðan er farið út og ekki farið í aðrar álmur hússins," segir Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi. „Við teljum það ekki ólíklegt að þeir leggi bílunum frá, og labbi yfir þessu óbyggðu svæði og fari inn í þessu hús."Sp. blm. Er þetta munstur sem þið hafið séð áður? „Já fyrir rúmu ári síðan gekk hérna yfir hrina innbrota sem voru mjög álík þessu, og þau stóðu yfir í 2-3 vikur og voru mjög svipuð þessu og við höfum grunsemd um að þetta séu sömu aðilar." Þau innbrot sem voru hátt í þrettán talsins eru hins vegar enn óleyst og hvetur Heimir fólk til að fylgjast með öllum grunsamlegum mannaferðum í hverfum sínum og koma ábendingum til lögreglu. „Vera dálítið vakandi fyrir nærumhverfi sínu og skrá lýsingu á fólki ef það verður var við grunsamlegar mannaferðir, skrá niður bílnúmer og fylgjast með sínu næsta umhverfi." „Eins og við segjum, þá við viljum frekar fá einni ábendingunni meira heldur en minna sem verður til þess að við upplýsum þessi mál."
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira