Vantar fleiri hunda fyrir blinda á Íslandi 6. janúar 2012 06:00 „Hundarnir sem passa best í þetta hlutverk eru geðgóðir, traustir og skynsamir,“ segir Drífa Gestsdóttir.fréttablaðið/gva Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Á landinu eru nú aðeins fimm leiðsöguhundar og brýn þörf fyrir fleiri. Hundarnir, sem eru „í skóla“ hjá Drífu, eiga því eftir að koma að góðum notum og auðvelda líf verðandi notenda sinna til mikilla muna. Drífa hóf störf hjá Blindrafélaginu þegar fjórir af þeim fimm hundum sem nú vinna með blindum komu frá Noregi hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári. Hún segir að með komu þeirra hafi í raun orðið vakning að því leytinu til að fólk hafi áttað sig á hversu gagnlegir leiðsöguhundar geta verið. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostaði rúmar sjö milljónir króna fyrir þremur til fjórum árum þegar hann var fluttur inn frá Noregi. Hundarnir sem Drífa þjálfar nú eru allir hreinræktaðir og fæddir hér á landi. „Þegar hvolpur kemur til mín sé ég um að hann fái öruggt og gott uppeldi,“ lýsir Drífa þjálfuninni. „Umhverfisþjálfun er mikilvæg. Ég er með hundinn innan um margt fólk. Hann lærir strax að heilsa hvorki ókunnugum né öðrum hundum. Í leik má ekki venja hann á að elta bolta, leita hluta eða rekja slóðir. Athyglin á einungis að vera bundin við notandann.“ Þjálfun hundanna við að leiða mann upp tröppur, fram hjá grindverkum, inn í lyftur og fleira á þeim nótum fer þannig fram að þjálfarinn stoppar til dæmis alltaf við tröppur. Þetta kemst fljótlega upp í vana hjá hundinum og hann fer að taka frumkvæðið með tilheyrandi hrósi. Þá er hundurinn alltaf vinstra megin við þann sem hann leiðir. Hundinum er kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Maður og hundur eru þjálfaðir saman og áhersla lögð á tilteknar gönguleiðir. jss@frettabladid.is Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Á landinu eru nú aðeins fimm leiðsöguhundar og brýn þörf fyrir fleiri. Hundarnir, sem eru „í skóla“ hjá Drífu, eiga því eftir að koma að góðum notum og auðvelda líf verðandi notenda sinna til mikilla muna. Drífa hóf störf hjá Blindrafélaginu þegar fjórir af þeim fimm hundum sem nú vinna með blindum komu frá Noregi hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári. Hún segir að með komu þeirra hafi í raun orðið vakning að því leytinu til að fólk hafi áttað sig á hversu gagnlegir leiðsöguhundar geta verið. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostaði rúmar sjö milljónir króna fyrir þremur til fjórum árum þegar hann var fluttur inn frá Noregi. Hundarnir sem Drífa þjálfar nú eru allir hreinræktaðir og fæddir hér á landi. „Þegar hvolpur kemur til mín sé ég um að hann fái öruggt og gott uppeldi,“ lýsir Drífa þjálfuninni. „Umhverfisþjálfun er mikilvæg. Ég er með hundinn innan um margt fólk. Hann lærir strax að heilsa hvorki ókunnugum né öðrum hundum. Í leik má ekki venja hann á að elta bolta, leita hluta eða rekja slóðir. Athyglin á einungis að vera bundin við notandann.“ Þjálfun hundanna við að leiða mann upp tröppur, fram hjá grindverkum, inn í lyftur og fleira á þeim nótum fer þannig fram að þjálfarinn stoppar til dæmis alltaf við tröppur. Þetta kemst fljótlega upp í vana hjá hundinum og hann fer að taka frumkvæðið með tilheyrandi hrósi. Þá er hundurinn alltaf vinstra megin við þann sem hann leiðir. Hundinum er kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Maður og hundur eru þjálfaðir saman og áhersla lögð á tilteknar gönguleiðir. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira