Innlent

Slæmt ferðaveður

Mynd úr safni
Mynd úr safni Mynd/Daníel R
Vegagerðin vekur athygli á því að mjög varasamt getur verið að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum. Fólki í ferðahug er bent á að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar til að afla upplýsinga um færð á leiðinni. Færðin getur breyst hratt í þessum aðstæðum.

Vegagerðin hefur helst áhyggjur af Holtavörðuheiðinni, en þar er flughálka og óveður. Auk þess er hálka eða flughálka á flestum vegum um allt land og í rauninni lítið ferðaveður eins og stendur.

Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með breytingum á færð á heimasíðu vegagerðarinnar vegagerdin.is eða í síma 1777. Loks er minnt á að víða er ekki mokstur eða þjónusta á vegum á kvöldin og nóttunni, og jafnvel einhverjir vegir sem eru aðeins í þjónustu fáa daga í viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×