Innlent

Óvissa um ferðir Herjólfs

Vegna slæmrar ölduspár fyrir mánudag og þriðjudag er hugsanlegt að fella þurfi niður einhverjar eða allar ferðir Herjólfs til Þorlákshafnar þessa daga, en spáð er vel yfir tíu metra ölduhæð næstu daga.

Viðvörunin frá Eimskipum er byggð á þessari ölduspá.
Í tilkynningu frá Eimskipum eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á Facebook eða síðu 415 í Textavarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×