Fótbolti

Park Ji-Sung: Asíuþjóð getur orðið heimsmeistari innan tíu ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Park Ji-Sung bar fyrirliðabandið hjá Manchester United í Evróuleik á móti Ajax á dögunum.
Park Ji-Sung bar fyrirliðabandið hjá Manchester United í Evróuleik á móti Ajax á dögunum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Park Ji-Sung, miðjumaður Manchester United og fyrrum landsliðsmaður Suður-Kóreu, segir að það styttist í það að Asía eignist sína fyrstu Heimsmeistara í fótbolta.

„Það er enn bil á milli Asíuþjóða og þeirra bestu í heimi þannig að við þurfum að bæta okkur," sagði Park Ji-Sung í viðtali við China Daily. Suður-Kórea er nú í 30. sæti á heimslistanum og Japanar eru þremur sætum á eftir.

„Ef fótboltaþjóðir Asíu leggja mikið á sig og halda áfram að bæta sig þá ættum við að geta náð góðum árangri á HM einn daginn. Ekki á næstunni en kannski getur Asíuþjóð orðið heimsmeistari innan tíu ára," sagði Park Ji-Sung.

Park Ji-Sung lék alls 100 leiki með landsliði Suður-Kóreu frá 2000 til 2011 og var hluti af liðinu sem endaði í fjórða sæti á HM 2002.

Park Ji-Sung hefur spilað með Manchester United síðan 2005 og á möguleika að vinna sinn fimmta enska meistaratitil í ár. Hann varð á sínum tíma líka tvisvar sinnum hollenskur meistari með PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×