Fótbolti

Stórkostlegt sjálfsmark í Írlandi

Shelbourne tapaði sínum fyrsta leik í írsku deildinni á dögunum og í tapleiknum skoraði liðið eitt slysalegasta sjálfsmark síðari tíma.

Varnarmaður gefur boltann til baka en lítur ekki upp. Það hefði hann betur gert því þá hefði hann séð að markvörðurinn sinn var alls ekkert í markinu.

Hvað markvörðurinn var nákvæmlega að gera fylgdi ekki fréttinni.

Þetta mark var aðeins eitt af fjórum sem Shamrock Rovers skoraði í leiknum. Lokatölur 4-0.

Hægt er að sjá þetta skrautlega sjálfsmark hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×