Segir þjóðfélagið ekki undirbúið fyrir olíuvinnslu 5. desember 2012 19:00 Umhverfisráðuneytið segir að því fari fjarri að stjórnsýslan og þjóðfélagið séu vel undirbúin fyrir mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ákveða þurfi hvaða kröfur verði gerðar áður en menn ljái máls á olíuvinnslu. Áformað er að fyrstu sérleyfin vegna Drekasvæðisins verði gefin út í janúar og þau munu ekki aðeins gilda um olíuleit heldur veita einnig rétt til olíuvinnslu. Sem atvinnuvegaráðherra er Steingrímur ráðherra olíumála og þegar hann var spurður hvort honum hugnaðist að Ísland yrði olíuvinnsluríki var svarið í fréttum Stöðvar 2: „Ég held að við förum nú ekkert fram úr okkur. En ég held að það sé ljóst að þetta mál er kannski komið á nýtt stig núna og þetta eru, ef ég má orða það svo, meiri alvöruleyfi. Þetta er svona meiri þungi í þessu. Nú fer þessi leitar- og rannsóknarþáttur væntanlega af stað, af meiri krafti og með alvöruaðilum." Steingrímur sagði að þar af leiðandi þyrfti að nota tímann vel til undirbúnings og vísaði til athugasemda umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem taka yrði mjög alvarlega. Í þeirri umsögn segir ráðuneytið að rannsóknarboranir geti haft veruleg umhverfisáhrif og að því fari fjarri að stjórnsýslan og þjóðfélagið sé vel undirbúið fyrir mögulega olíuvinnslu á svæðinu. Steingrímur segir að nú verði að setja niður þær kröfur sem uppfylla verði „..til þess að við yfirhöfuð ljáum máls á því að einhver slík vinnsla fari af stað". Algjörlega verði að vera hafið yfir vafa að ekki sé tekin áhætta fyrir umhverfi, fiskstofna né að hætta verði á mengunarslysum. Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. 27. nóvember 2012 18:35 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Umhverfisráðuneytið segir að því fari fjarri að stjórnsýslan og þjóðfélagið séu vel undirbúin fyrir mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ákveða þurfi hvaða kröfur verði gerðar áður en menn ljái máls á olíuvinnslu. Áformað er að fyrstu sérleyfin vegna Drekasvæðisins verði gefin út í janúar og þau munu ekki aðeins gilda um olíuleit heldur veita einnig rétt til olíuvinnslu. Sem atvinnuvegaráðherra er Steingrímur ráðherra olíumála og þegar hann var spurður hvort honum hugnaðist að Ísland yrði olíuvinnsluríki var svarið í fréttum Stöðvar 2: „Ég held að við förum nú ekkert fram úr okkur. En ég held að það sé ljóst að þetta mál er kannski komið á nýtt stig núna og þetta eru, ef ég má orða það svo, meiri alvöruleyfi. Þetta er svona meiri þungi í þessu. Nú fer þessi leitar- og rannsóknarþáttur væntanlega af stað, af meiri krafti og með alvöruaðilum." Steingrímur sagði að þar af leiðandi þyrfti að nota tímann vel til undirbúnings og vísaði til athugasemda umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem taka yrði mjög alvarlega. Í þeirri umsögn segir ráðuneytið að rannsóknarboranir geti haft veruleg umhverfisáhrif og að því fari fjarri að stjórnsýslan og þjóðfélagið sé vel undirbúið fyrir mögulega olíuvinnslu á svæðinu. Steingrímur segir að nú verði að setja niður þær kröfur sem uppfylla verði „..til þess að við yfirhöfuð ljáum máls á því að einhver slík vinnsla fari af stað". Algjörlega verði að vera hafið yfir vafa að ekki sé tekin áhætta fyrir umhverfi, fiskstofna né að hætta verði á mengunarslysum.
Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. 27. nóvember 2012 18:35 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. 27. nóvember 2012 18:35