Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2012 18:35 Borpallur við Þórshöfn í Færeyjum. Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. „Verða að bíða eftir lóttódrættinum" er fyrirsögn greinarinnar og þar er Færeyingum bent á að vera þolinmóðir. Brugdan-borsvæðið kunni nefnilega að breyta öllu samfélaginu. Ef olíufundurinn verði á stærð við Skrugard-olíulindina í Barentshafi, upp á allt að 500 milljónir tunna af olíu, þá breytist færeyska hagkerfið í grundvallaratriðum. Með olíuverði upp á 100 bandaríkjadali á tunnu þýddi slík uppgötvun 130 milljóna króna tekjur á mann í Færeyjum. Færeyska skattalöggjöfin geri ráð fyrir allt að 57 prósenta skattheimtu af olíuvinnslu. Lauslegt mat þýddi 75 milljóna króna skatttekjur á hvern hinna 48.574 íbúa Færeyja. Það væri fimm sinnum meira en norski olíusjóðurinn gæfi á hvern Norðmann. Statoil-menn segjast ætla að snúa aftur þegar veðrið skánar. „Við áætlum að koma aftur í vor eða sumar til að ljúka boruninni. Þar að auki höfum við skuldbundið okkur til að bora aðra holu árið 2014," segir Bard Glad Pedersen, yfirmaður hjá Statoil í viðtali við vefmiðilinn. Fram kemur að borinn sé kominn niður í djúp hraunlög en hlé hafi verið gert á verkinu þar sem búast megi við misjöfnum veðrum á svæðinu í vetur. Þetta sé hins vegar talið spennandi svæði sem gefi tækifæri á stórum olíufundi. „En það er líka jarðfræðilega krefjandi," segir Glad Pedersen. Í greininni er lýst því mati að olíuleitin við Færeyjar geti haft áhrif á framvindu olíuleitar í vestanverðu Noregshafi og við Ísland. Færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðs hraunlagastafla sem er allt að tvöþúsund metra þykkur. Hefðbundnar hljóðbylgju- og rafsegulmælingar gefi því ekki sömu svör og á hefðbundnum leitarsvæðum. „Þetta þýðir að þú ert meira í myrkrinu á færeysku hafsvæði en öðrum stöðum. Þetta er einnig raunin í vestanverðu Noregshafi, þar sem olíurisarnir Chevron og Exxon Mobil hafa tryggt sér risastór leitarsvæði," segir í greininni. Vitnað er í Sissel Eriksen, rannsóknarstjóra Olíustofnunar Noregs, sem sagði fyrr á árinu að ný þekking sem fengist myndi nýtast þvert á landamæri. Það væri tímafrekt og erfitt að fara í gegnum hraunlögin en hún kvaðst sannfærð um að olíufélögin myndu leysa það á farsælan hátt. „Það sem gerist lengra vestur í Atlantshafi, vestur af Hjaltlandi, í Færeyjum og á Íslandi, getur haft áhrif á framvinduna. Þetta eru samskonar jarðlög og mikið til sömu olíufélögin, sem munu vilja nýta nýja þekkingu þvert yfir landamæri," sagði Sissel Eriksen. Tengdar fréttir Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. „Verða að bíða eftir lóttódrættinum" er fyrirsögn greinarinnar og þar er Færeyingum bent á að vera þolinmóðir. Brugdan-borsvæðið kunni nefnilega að breyta öllu samfélaginu. Ef olíufundurinn verði á stærð við Skrugard-olíulindina í Barentshafi, upp á allt að 500 milljónir tunna af olíu, þá breytist færeyska hagkerfið í grundvallaratriðum. Með olíuverði upp á 100 bandaríkjadali á tunnu þýddi slík uppgötvun 130 milljóna króna tekjur á mann í Færeyjum. Færeyska skattalöggjöfin geri ráð fyrir allt að 57 prósenta skattheimtu af olíuvinnslu. Lauslegt mat þýddi 75 milljóna króna skatttekjur á hvern hinna 48.574 íbúa Færeyja. Það væri fimm sinnum meira en norski olíusjóðurinn gæfi á hvern Norðmann. Statoil-menn segjast ætla að snúa aftur þegar veðrið skánar. „Við áætlum að koma aftur í vor eða sumar til að ljúka boruninni. Þar að auki höfum við skuldbundið okkur til að bora aðra holu árið 2014," segir Bard Glad Pedersen, yfirmaður hjá Statoil í viðtali við vefmiðilinn. Fram kemur að borinn sé kominn niður í djúp hraunlög en hlé hafi verið gert á verkinu þar sem búast megi við misjöfnum veðrum á svæðinu í vetur. Þetta sé hins vegar talið spennandi svæði sem gefi tækifæri á stórum olíufundi. „En það er líka jarðfræðilega krefjandi," segir Glad Pedersen. Í greininni er lýst því mati að olíuleitin við Færeyjar geti haft áhrif á framvindu olíuleitar í vestanverðu Noregshafi og við Ísland. Færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðs hraunlagastafla sem er allt að tvöþúsund metra þykkur. Hefðbundnar hljóðbylgju- og rafsegulmælingar gefi því ekki sömu svör og á hefðbundnum leitarsvæðum. „Þetta þýðir að þú ert meira í myrkrinu á færeysku hafsvæði en öðrum stöðum. Þetta er einnig raunin í vestanverðu Noregshafi, þar sem olíurisarnir Chevron og Exxon Mobil hafa tryggt sér risastór leitarsvæði," segir í greininni. Vitnað er í Sissel Eriksen, rannsóknarstjóra Olíustofnunar Noregs, sem sagði fyrr á árinu að ný þekking sem fengist myndi nýtast þvert á landamæri. Það væri tímafrekt og erfitt að fara í gegnum hraunlögin en hún kvaðst sannfærð um að olíufélögin myndu leysa það á farsælan hátt. „Það sem gerist lengra vestur í Atlantshafi, vestur af Hjaltlandi, í Færeyjum og á Íslandi, getur haft áhrif á framvinduna. Þetta eru samskonar jarðlög og mikið til sömu olíufélögin, sem munu vilja nýta nýja þekkingu þvert yfir landamæri," sagði Sissel Eriksen.
Tengdar fréttir Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53