Ekki svigrúm til frekari launahækkana Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 9. september 2012 13:06 Stefán Einar Stefánsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira