Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland 27. apríl 2012 19:30 Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, segir Bandaríkjadal vera besta kostinn sem framtíðargjaldmiðill Íslands. Hann segist bjartsýnn á að Íslandi vegni vel í framtíðinni, þar sem menntunarstig hér sé hátt og undirstöðurnar traustar. Manuel Hinds var ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador, upp úr síðustu aldamótum, þegar Bandaríkjadalur var tekinn þar upp einhliða, en Hinds var aðalfyrirlesari á morgunfundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, þar sem kostir Íslands í gjaldmiðlamálum voru til umræðu. Rætt var ítarlega um þann vanda sem nú er við að eiga, það er gjaldeyrishöft og vantraust á gjaldmiðlinum, en talið er að óþolinmóð krónueign útlendinga í íslenska hagkerfinu sé allt að þúsund milljarðar króna, eða sem nemur um tveimur þriðju af landsframleiðslu. Hinds sagðist sannfærður um að best væri fyrir Ísland að taka upp alþjóðlega mynt, fremur en að halda í krónuna. Bandaríkjadalurinn væri þar besti kosturinn, þar sem sú mynt auðveldaði aðgengi að lánsfé og væri auk þess útbreiddasta viðskiptamyntin þegar kæmi að hrávöru viðskiptum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti einnig erindi á fundinum, ásamt Heiðari Má Guðjónssyni hagfræðingi og Ingólfi Bendar, hjá greiningu Íslandsbanka. Þórarinn sagði í sínu erindi að Seðlabanki Evrópu væri mjög mótfallin hugmyndinni um einhliða upptöku gjaldmiðils, sem gerði þann möguleika erfiðari en ella. Hann fjallaði einnig um það sem raunhæfan möguleika, að Ísland tæki upp dönsku krónuna en gengi hennar sveiflast með evrunni. Seðlabankinn vinnur að gerð skýrslu um þá möguleika sem í boði eru þegar kemur að gjaldmiðli fyrir Ísland til framtíðar litið, en hún verður líklega kynnt í júní næst komandi. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, segir Bandaríkjadal vera besta kostinn sem framtíðargjaldmiðill Íslands. Hann segist bjartsýnn á að Íslandi vegni vel í framtíðinni, þar sem menntunarstig hér sé hátt og undirstöðurnar traustar. Manuel Hinds var ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador, upp úr síðustu aldamótum, þegar Bandaríkjadalur var tekinn þar upp einhliða, en Hinds var aðalfyrirlesari á morgunfundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka, þar sem kostir Íslands í gjaldmiðlamálum voru til umræðu. Rætt var ítarlega um þann vanda sem nú er við að eiga, það er gjaldeyrishöft og vantraust á gjaldmiðlinum, en talið er að óþolinmóð krónueign útlendinga í íslenska hagkerfinu sé allt að þúsund milljarðar króna, eða sem nemur um tveimur þriðju af landsframleiðslu. Hinds sagðist sannfærður um að best væri fyrir Ísland að taka upp alþjóðlega mynt, fremur en að halda í krónuna. Bandaríkjadalurinn væri þar besti kosturinn, þar sem sú mynt auðveldaði aðgengi að lánsfé og væri auk þess útbreiddasta viðskiptamyntin þegar kæmi að hrávöru viðskiptum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti einnig erindi á fundinum, ásamt Heiðari Má Guðjónssyni hagfræðingi og Ingólfi Bendar, hjá greiningu Íslandsbanka. Þórarinn sagði í sínu erindi að Seðlabanki Evrópu væri mjög mótfallin hugmyndinni um einhliða upptöku gjaldmiðils, sem gerði þann möguleika erfiðari en ella. Hann fjallaði einnig um það sem raunhæfan möguleika, að Ísland tæki upp dönsku krónuna en gengi hennar sveiflast með evrunni. Seðlabankinn vinnur að gerð skýrslu um þá möguleika sem í boði eru þegar kemur að gjaldmiðli fyrir Ísland til framtíðar litið, en hún verður líklega kynnt í júní næst komandi.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira