Innlent

Stal nærbuxum og íþróttapesyu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt átján ára gamlan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Maðurinn stal meðal annars skóm og úlpu í Menntaskólanum í Kópavogi, heyrnartólum úr tölvuverslun og íþróttapeysu og nærbuxum úr íþróttavöruverslun. Hann keyrði einnig bifreið þrisvar sinnum undir áhrifum fíkniefna og var fyrir vikið sviptur ökurétti í sex mánuði. Hann játaði brot sín fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×