Innlent

Ólíklegt að ESB grípi til viðtækra viðskiptaþvingana

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ólíklegt að Evrópusambandið grípi til víðtækra vinskiptaþvingana gagnvart Íslandi vegna makríldeilunnar. Málið var rætt á nefndarfundi í morgun.

Evrópusambandið íhugar nú að beita refsiaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar. Tillögur þess efnis eru nú til umræðu innan sambandsins.

Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um málið í morgun en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir því að hlé verði gert á aðildarviðræðum vegna málsins. Formaður utanríkismálanefndar segir að slíkar kröfur séu ótímabærar.

„Í fyrsta lagi kann það taka nokkurn tíma að afgreiða þetta mál á vettvangi evrópusambandsins, það orðið einhverjir mánuði eða þess vegna hálft ár," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Vegna þess að þingið, Evrópuþingið og framkvæmdastjórn þurfa að vera sammála um niðurstöðu í málinu. Þetta er hugsaður sem almennur rammi utanum aðgerðir sem ESB getur gripið til."

Árni telur ólíklegt að ESB muni beita þvingunaraðgerðum gegn Íslandi jafnvel þó að tillögurnar verði samþykktar.

„Mitt mat á þessu stigi er að það yrði ekki mjög líklegt í neinu mæli af hálfu ESB," segir Árni. „Við höfum áður séð hótanir. Til dæmis í hvalveiðimálum á vettvangi Bandaríkjanna. Þá hafa komið upp tillögur um að grípa til vinskiptaþvingana og menn hafa aflað sér heimilda til þess en þeim hefur hinsvegar aldrei verið beitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×