Alexander Dale Oen, einn besti sundmaður heims, er látinn en hann var aðeins 26 ára gamall. Oen fannst meðvitundarlaus í sturtuklefa á hótelherbergi eftir æfingu norska landsliðsins í Flagstaff í Bandaríkjunum. Læknateymi norska landsliðsins hófu strax endurlífgun en sundmaðurinn var úrskurðaður látinn kl. 21.00 að staðartíma í gær.
Oen er eini sundmaðurinn frá Noregi sem hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum en hann fékk silfurverðlaun í 100 metra bringusundi. Oen var í góðum samskiptum við íslenskt sundfólk og var hann nýverið við æfingar hér á landi.
Dánarorsök sundmannsins eru óljós en hann hafði glímt við meiðsli á undanförnum mánuðum en stefndi á að landa verðlaunum á ÓL í London í sumar.
Alexander Dale Oen einn besti sundmaður heims er látinn

Mest lesið



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn