Innlent

Vigdís svarar ásökunum um brot á þingsköpum eftir Facebook-færslu

„Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís.
„Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís.
„Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum.

„Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt."

Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.

Færslan sem Vigdís birti á Facebook.
Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur.

„Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks

Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.