Vigdís svarar ásökunum um brot á þingsköpum eftir Facebook-færslu 13. mars 2012 17:22 „Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís. „Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum. „Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt." Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.Færslan sem Vigdís birti á Facebook.Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur. „Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
„Ég braut ekki þingsköp í dag," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi slitið nefndarfundi þegar í ljós kom að Vigdís hafði birt færslur á Facebook þar sem hún greindi frá fundarefnum. „Ef ég á að bera ábyrgð á lekum af nefndarfundum til fjölmiðla síðustu sextíu ára þá er ansi langt seilst," sagði Vigdís. „Þarna var ég einfaldlega að lýsa því yfir hvað hafði gerst á fundinum. Og er þessi vinstri stjórn ekki sífellt talandi um að allt eigi að vera gegnsætt." Vigdís sagði að efni færslunnar hafi verið neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og því hafi hún gripið inn í. „Það er grunnurinn í þessu máli,“ sagði Vigdís.Færslan sem Vigdís birti á Facebook.Aðspurð um hvort að það sé eðlilegt að nefndarmenn skuli birta færslur á samskiptasíðum á meðan fundi stendur sagði Vigdís að hún vildi ekki leggja mat á það. Hún benti á að margir þingmenn notist við iPhone snjallsíma, iPad spjaldtölvur og fartölvur. „Að sjálfsögðu setur maður inn nokkra gullmola inn á Facebook-síðuna sína þegar maður er með svona fréttir," sagði Vigdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni. 13. mars 2012 14:22